Fleiri fréttir

Logi: Verður sögulegt mark

Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að hann hafi lengi beðið eftir rétta tækifærinu að leyfa hinum sextán ára gamla Ingólfi Sigurðssyni að spreyta sig með KR.

Ingólfur: Ætlaði ekki að trúa þessu

Hinn sextán ára Ingólfur Sigurðsson var hæstánægður með að hafa skorað í sínum fyrsta leik með meistaraflokki KR. Hann innsiglaði 3-0 sigur KR á ÍBV í kvöld.

Umfjöllun: Ótrúlegur sigur Fram

Fram vann ótrúlegan, 4-3, sigur á Grindavík í kvöld þar sem liðið skoraði þrjú mörk á síðasta stundarfjórðungnum.

Andri: Englendingarnir hafa gjörbreytt liðinu hjá okkur

Fyrirliðinn Andri Ólafsson hjá ÍBV átti góðan leik þegar Eyjamenn unnu 1-0 sigur gegn Þrótturum á Hásteinsvelli í kvöld og var að vonum ánægður með að innbyrða stigin þrjú við erfiðar aðstæður.

Magnús Ingi: Gefumst ekki upp

Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að sínir menn neiti að gefast upp þó svo að útlitið sé dökkt fyrir framhaldið í fallbaráttunni í Pepsi-deild karla.

Ásmundur: Snýst um að klára færin

Ásmundur Arnarsson hefði heldur viljað fá þrjú stig frekar en eitt á Fylkisvellinum í dag en var þó ánægður fá þó að minnsta kosti eitt stig.

Heimir: Ég kemst ekki inn í hausinn á mönnum

FH tapaði sínum þriðja leik í sumar þegar þeir lágu gegn Grindvíkingum á heimavelli í Kaplakrika. Sigur Grindvíkinga var fyllilega verðskuldaður og Heimir Guðjónsson var mjög ósáttur með sína leikmenn eftir leikinn.

Kristján Guðmundsson: Með ólíkindum að sigra ekki

Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var að vonum svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum gegn KR í dag enda fékk liðið nógu góð færi til að taka að minnsta kosti eitt stig út úr leiknum.

Daníel Laxdal: Lélegur leikur hjá okkur

Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var þungur á brún eftir tapið gegn Fram enda fór Stjarnan illa að ráði sínu í leiknum. Liðið komst tvisvar yfir en tapaði samt.

Óli Stefán: Erum ekkert að spá í fallinu lengur

Grindvíkingar unnu öruggan 3-0 sigur gegn Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í dag. Sigurinn var sanngjarn og Grindvíkingar, sem eru taplausir í síðari umferðinni, fjarlægjast óðum fallsætin.

Óli Kristjáns: Spiluðum vel í 90 mínútur

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með allar 90 mínúturnar hjá sínu liði í dag. Hann sagði liðið hafa mætt af miklum krafti í leikinn og haldið það út. Hann gefur lítið fyrir þær raddir sem heyrst hafa að undanförnu að liðið missi niður unna leiki.

Umfjöllun: Blikarnir burstuðu valsmenn

Það tók Breiðablik innan við tíu mínútur að skora tvö mörk á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Þeir mættu miklu ákveðnari til leiks og voru með öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Viljinn var töluvert meiri hjá þeim grænklæddu og greinilegt að Valsliðið á langt í land miðað við spilamennskuna í dag.

Umfjöllun: Karaktersigur hjá Frömurum

Framarar unnu flottan karaktersigur á Stjörnunni, 3-2, í Laugardalnum í dag. Framarar lentu tvisvar undir en komu til baka og lönduðu flottum sigri.

Umfjöllun: Stórsigur Grindavíkur gegn FH

Miðað við leik FH og Grindavíkur í dag var ekkert sem gaf það til kynna að um væri að ræða annars vegar liðið í efsta sætinu og hins vegar lið í neðri hluta deildarinnar.

Tvö töp hjá Hvöt á EM í Futsal

Hvöt frá Blönduósi tekur þátt í Evrópumótinu í Futsal þessa dagana í Austurríki. Hvatarmenn leika í 2. deild hér heima en eru Íslandsmeistarar í þessari gerð innanhússknattspyrnu.

FH-ingar og Actavis bjóða frítt á leikinn á morgun

Topplið FH í Pepsi-deild karla getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð og í fimmta sinn á sex árum þegar þeir mæta Grindvíkingum í Kaplakrika á morgun. Það verður frítt á leikinn í boði Actavis.

Leik Fram og Grindavíkur frestað

Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur orðið við beiðni knattspyrnudeildar Grindavíkur og frestað leik liðsins gegn Fram sem átti að fara fram annað kvöld.

1. deildin: Haukar nálgast Selfoss

Baráttan á toppi 1. deild harðnaði til muna eftir leiki kvöldsins en þá missteig topplið Selfoss sig gegn Þór á Akureyri.

Grindvíkingar sækja um frestun á leiknum gegn Fram

Grindvíkingar ætla að sækja um enn eina frestunina í Pepsí deild karla vegna veikinda í liðinu. Leikmenn Grindavíkur eiga enn talsvert í land með að ná sér eftir flensuna sem herjaði á liðið í síðustu viku.

Atli kampakátur eftir að hafa loks landað sigri

„Þetta er heldur betur léttir, þetta var rosalega erfið fæðing, við áttum að vera löngu búnir að gera tvö, þrjú mörk í fyrri hálfleik. Þegar hlutirnir ganga ekki eins og lagt er upp með byrjar taugaveiklunin. Við vorum sterkari og sérstaklega eftir að við skorum markið,“ sagði kampakátur þjálfari Vals, Atli Eðvaldsson. Hann segir miðjumanninn reynda, Sigurbjörn Hreiðarsson vera herra Val.

Við eigum enn von segir Þorsteinn Halldórsson

„Við verðum bara að vinna næsta leik gegn Eyjamönnum, það er úrslitaleikur. Þetta lýtur ekki vel út, það er alveg klárt. Þetta snýst um að vinna leiki og safna stigum,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Þróttar.

Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar

Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik.

Daníel Laxdal: Vorum klaufar

Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar var allt annað en ánægður eftir markalausa jafnteflið gegn Keflavík.

Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur.

Umfjöllun: Valur vann loksins leik

Valsmenn sigruðu Þrótt í Laugardalnum í kvöld 0-1 og var þetta fyrsti sigur Vals í deildinni síðan í elleftu umferð þegar þeir lögðu KR í Frostaskjólinu 3-4. .

Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum

Fyrsta markalausa jafnteflið á Stjörnuvelli í Pepsí deildinni er staðreynd eftir að Stjarnan og Keflavík léku í 90 mínútur án þess að skora.

Spennandi leikir í Pepsi-deild karla í kvöld

Þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla kl. 19.15 í kvöld. KR og Fylkir mætast á KR-velli, Stjarnan og Keflavík á Stjörnuvelli og Þróttur og Valur á Valbjarnarvelli.

Auðun Helgason: Bara gult spjald

Auðun Helgason segir Eyjólf dómara hafa tekið rétt spjald upp úr vasanum ólíkt áliti Ólafs í öðru viðtali hér á Vísi eftir jafntefli Breiðabliks og Fram.

Sjá næstu 50 fréttir