Umfjöllun: Valur vann loksins leik Gunnar Örn Jónsson skrifar 17. ágúst 2009 16:18 Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals. Mynd/Arnþór Valsmenn sigruðu Þrótt í Laugardalnum í kvöld 0-1 og var þetta fyrsti sigur Vals í deildinni síðan í elleftu umferð þegar þeir lögðu KR í Frostaskjólinu 3-4. Þróttur er hins vegar enn á botninum og ekkert annað en fall blasir við leikmönnum liðsins. Markatala Vals síðan Atli Eðvaldsson tók við stjórnartaumunum að Hlíðarenda var fyrir leikinn, fjögur mörk skoruð gegn tíu mörkum fengnum á sig. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti í leiknum og fengu þeir ágætis færi strax á upphafsmínútunum þegar Marel Jóhann Baldvinsson átti skot úr teignum sem Sindri varði, boltinn barst út í teiginn fyrir fætur Helga Sigurðssonar sem var í þrengri stöðu en Marel og var skot hans einnig varið af ágætum markverði Þróttar, Sindra Snæ. Þróttarar voru töluverðan tíma að vakna en þeir sóttu í sig veðrið þegar á leið fyrri hálfleikinn. Á tuttugustu mínútu fékk Oddur Ingi Guðmundsson góða sendingu frá lánsmanninum frá Val, Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, langsprækasta leikmanni Þróttar en Oddur skaut boltanum hátt yfir markið. Hafþór Ægir átti marga góða spretti í fyrri hálfleik og eftir einn slikann átti hann frábæra fyrirgjöf fyrir mark Vals þar sem Haukur Páll Sigurðsson var frekastur í teignum en skalli hans fór framhjá marki Vals. Undir lok fyrri hálfleiks átti Bjarni Ólafur Eiríksson skot úr aukaspyrnu sem endaði í ofanverðri þverslánni á marki Þróttar. Staðan í hálfleik var því 0-0 í frekar bragðdaufum leik. Þegar sex mínútur voru búnar af síðari hálfleik skoruðu Valsmenn glæsilegt mark. Besti útileikmaður liðsins, Marel Baldvinsson, hélt boltanum vel hægra megin fyrir utan teig Þróttar. Hann átti góða sendingu á Pétur Georg Markan sem átti gott hlaup utan við Marel. Pétur sendi knöttinn fyrir markið þar sem Helgi Sigurðsson lúrði á fjærstönginni og sendi boltann í autt markið. Glæsilegt mark hjá Val og virkilega vel að því staðið. Eftir markið skiptust liðin á að sækja og á 72. mínútu átti Dennys Danry glæsilega aukaspyrnu að marki Vals sem stefndi í bláhornið en Kjartan Sturluson gerði virkilega vel og greip skotið. Haukur Páll Sigurðsson átti síðan fallegt skot í þverslánna á Valsmarkinu þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum. Haukur fékk boltann utarlega í teignum og ætlaði að setja boltann upp í fjærhornið en sláin bjargaði Valsmönnum í þetta skiptið. Undir lokin sóttu liðin til skiptis en hvorugt liðið náði þó að koma boltanum í netið og lokatölur urðu því 1-0 sigur Vals í frekar döprum knattspyrnuleik. Besti maður vallarins var Kjartan Sturluson, markvörður Vals, en undirritaður hefur ekki séð hann spila jafn vel í háa herrans tíð. Marel var einnig sprækur og þá var gamli maðurinn á miðjunni, Sigurbjörn Hreiðarsson, drjúgur og Reynir Leósson var góður í stöðu miðvarðar. Hjá Þrótti var Hafþór Ægir langbestur en allir sóknartilburðir liðsins fóru í gegnum strákinn. Dennys Danry var einnig góður í vörninni og Haukur Páll var traustur sem fyrr. Þróttur - Valur 0-1 0-1 Helgi Sigurðsson ´51 Valbjarnarvöllur Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 10-16 (5-6) Varin skot: Sindri Snær 5 - Kjartan 5 Aukaspyrnur fengnar: 22-19 Horn: 5-8Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 5 Jón Ragnar Jónsson 4 Dennis Danry 6 Dusan Ivkovic 5 Þórður Steinar Hreiðarsson 4 Rafn Andri Haraldsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (57. Hallur Hallsson 4) Haukur Páll Sigurðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 Samuel Malson 4 (81. Andrés Vilhjálmsson)Valur 4-4-2:Kjartan Sturluson 8 - Maður leiksins Ian Jeffs 5 Reynir Leósson 7 Einar Marteinsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Pétur Georg Markan 6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 (68. Bjarki Gunnlaugsson) Marel Baldvinsson 7 (81. Arnar Sveinn Geirsson) Helgi Sigurðsson 5 (74. Viktor Unnar Illugason) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér má sjá lýsingu frá gangi leiksins: Þróttur - Valur Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Valsmenn sigruðu Þrótt í Laugardalnum í kvöld 0-1 og var þetta fyrsti sigur Vals í deildinni síðan í elleftu umferð þegar þeir lögðu KR í Frostaskjólinu 3-4. Þróttur er hins vegar enn á botninum og ekkert annað en fall blasir við leikmönnum liðsins. Markatala Vals síðan Atli Eðvaldsson tók við stjórnartaumunum að Hlíðarenda var fyrir leikinn, fjögur mörk skoruð gegn tíu mörkum fengnum á sig. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti í leiknum og fengu þeir ágætis færi strax á upphafsmínútunum þegar Marel Jóhann Baldvinsson átti skot úr teignum sem Sindri varði, boltinn barst út í teiginn fyrir fætur Helga Sigurðssonar sem var í þrengri stöðu en Marel og var skot hans einnig varið af ágætum markverði Þróttar, Sindra Snæ. Þróttarar voru töluverðan tíma að vakna en þeir sóttu í sig veðrið þegar á leið fyrri hálfleikinn. Á tuttugustu mínútu fékk Oddur Ingi Guðmundsson góða sendingu frá lánsmanninum frá Val, Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, langsprækasta leikmanni Þróttar en Oddur skaut boltanum hátt yfir markið. Hafþór Ægir átti marga góða spretti í fyrri hálfleik og eftir einn slikann átti hann frábæra fyrirgjöf fyrir mark Vals þar sem Haukur Páll Sigurðsson var frekastur í teignum en skalli hans fór framhjá marki Vals. Undir lok fyrri hálfleiks átti Bjarni Ólafur Eiríksson skot úr aukaspyrnu sem endaði í ofanverðri þverslánni á marki Þróttar. Staðan í hálfleik var því 0-0 í frekar bragðdaufum leik. Þegar sex mínútur voru búnar af síðari hálfleik skoruðu Valsmenn glæsilegt mark. Besti útileikmaður liðsins, Marel Baldvinsson, hélt boltanum vel hægra megin fyrir utan teig Þróttar. Hann átti góða sendingu á Pétur Georg Markan sem átti gott hlaup utan við Marel. Pétur sendi knöttinn fyrir markið þar sem Helgi Sigurðsson lúrði á fjærstönginni og sendi boltann í autt markið. Glæsilegt mark hjá Val og virkilega vel að því staðið. Eftir markið skiptust liðin á að sækja og á 72. mínútu átti Dennys Danry glæsilega aukaspyrnu að marki Vals sem stefndi í bláhornið en Kjartan Sturluson gerði virkilega vel og greip skotið. Haukur Páll Sigurðsson átti síðan fallegt skot í þverslánna á Valsmarkinu þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum. Haukur fékk boltann utarlega í teignum og ætlaði að setja boltann upp í fjærhornið en sláin bjargaði Valsmönnum í þetta skiptið. Undir lokin sóttu liðin til skiptis en hvorugt liðið náði þó að koma boltanum í netið og lokatölur urðu því 1-0 sigur Vals í frekar döprum knattspyrnuleik. Besti maður vallarins var Kjartan Sturluson, markvörður Vals, en undirritaður hefur ekki séð hann spila jafn vel í háa herrans tíð. Marel var einnig sprækur og þá var gamli maðurinn á miðjunni, Sigurbjörn Hreiðarsson, drjúgur og Reynir Leósson var góður í stöðu miðvarðar. Hjá Þrótti var Hafþór Ægir langbestur en allir sóknartilburðir liðsins fóru í gegnum strákinn. Dennys Danry var einnig góður í vörninni og Haukur Páll var traustur sem fyrr. Þróttur - Valur 0-1 0-1 Helgi Sigurðsson ´51 Valbjarnarvöllur Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 10-16 (5-6) Varin skot: Sindri Snær 5 - Kjartan 5 Aukaspyrnur fengnar: 22-19 Horn: 5-8Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 5 Jón Ragnar Jónsson 4 Dennis Danry 6 Dusan Ivkovic 5 Þórður Steinar Hreiðarsson 4 Rafn Andri Haraldsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (57. Hallur Hallsson 4) Haukur Páll Sigurðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 Samuel Malson 4 (81. Andrés Vilhjálmsson)Valur 4-4-2:Kjartan Sturluson 8 - Maður leiksins Ian Jeffs 5 Reynir Leósson 7 Einar Marteinsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Pétur Georg Markan 6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 (68. Bjarki Gunnlaugsson) Marel Baldvinsson 7 (81. Arnar Sveinn Geirsson) Helgi Sigurðsson 5 (74. Viktor Unnar Illugason) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér má sjá lýsingu frá gangi leiksins: Þróttur - Valur Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira