Umfjöllun: Valur vann loksins leik Gunnar Örn Jónsson skrifar 17. ágúst 2009 16:18 Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals. Mynd/Arnþór Valsmenn sigruðu Þrótt í Laugardalnum í kvöld 0-1 og var þetta fyrsti sigur Vals í deildinni síðan í elleftu umferð þegar þeir lögðu KR í Frostaskjólinu 3-4. Þróttur er hins vegar enn á botninum og ekkert annað en fall blasir við leikmönnum liðsins. Markatala Vals síðan Atli Eðvaldsson tók við stjórnartaumunum að Hlíðarenda var fyrir leikinn, fjögur mörk skoruð gegn tíu mörkum fengnum á sig. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti í leiknum og fengu þeir ágætis færi strax á upphafsmínútunum þegar Marel Jóhann Baldvinsson átti skot úr teignum sem Sindri varði, boltinn barst út í teiginn fyrir fætur Helga Sigurðssonar sem var í þrengri stöðu en Marel og var skot hans einnig varið af ágætum markverði Þróttar, Sindra Snæ. Þróttarar voru töluverðan tíma að vakna en þeir sóttu í sig veðrið þegar á leið fyrri hálfleikinn. Á tuttugustu mínútu fékk Oddur Ingi Guðmundsson góða sendingu frá lánsmanninum frá Val, Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, langsprækasta leikmanni Þróttar en Oddur skaut boltanum hátt yfir markið. Hafþór Ægir átti marga góða spretti í fyrri hálfleik og eftir einn slikann átti hann frábæra fyrirgjöf fyrir mark Vals þar sem Haukur Páll Sigurðsson var frekastur í teignum en skalli hans fór framhjá marki Vals. Undir lok fyrri hálfleiks átti Bjarni Ólafur Eiríksson skot úr aukaspyrnu sem endaði í ofanverðri þverslánni á marki Þróttar. Staðan í hálfleik var því 0-0 í frekar bragðdaufum leik. Þegar sex mínútur voru búnar af síðari hálfleik skoruðu Valsmenn glæsilegt mark. Besti útileikmaður liðsins, Marel Baldvinsson, hélt boltanum vel hægra megin fyrir utan teig Þróttar. Hann átti góða sendingu á Pétur Georg Markan sem átti gott hlaup utan við Marel. Pétur sendi knöttinn fyrir markið þar sem Helgi Sigurðsson lúrði á fjærstönginni og sendi boltann í autt markið. Glæsilegt mark hjá Val og virkilega vel að því staðið. Eftir markið skiptust liðin á að sækja og á 72. mínútu átti Dennys Danry glæsilega aukaspyrnu að marki Vals sem stefndi í bláhornið en Kjartan Sturluson gerði virkilega vel og greip skotið. Haukur Páll Sigurðsson átti síðan fallegt skot í þverslánna á Valsmarkinu þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum. Haukur fékk boltann utarlega í teignum og ætlaði að setja boltann upp í fjærhornið en sláin bjargaði Valsmönnum í þetta skiptið. Undir lokin sóttu liðin til skiptis en hvorugt liðið náði þó að koma boltanum í netið og lokatölur urðu því 1-0 sigur Vals í frekar döprum knattspyrnuleik. Besti maður vallarins var Kjartan Sturluson, markvörður Vals, en undirritaður hefur ekki séð hann spila jafn vel í háa herrans tíð. Marel var einnig sprækur og þá var gamli maðurinn á miðjunni, Sigurbjörn Hreiðarsson, drjúgur og Reynir Leósson var góður í stöðu miðvarðar. Hjá Þrótti var Hafþór Ægir langbestur en allir sóknartilburðir liðsins fóru í gegnum strákinn. Dennys Danry var einnig góður í vörninni og Haukur Páll var traustur sem fyrr. Þróttur - Valur 0-1 0-1 Helgi Sigurðsson ´51 Valbjarnarvöllur Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 10-16 (5-6) Varin skot: Sindri Snær 5 - Kjartan 5 Aukaspyrnur fengnar: 22-19 Horn: 5-8Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 5 Jón Ragnar Jónsson 4 Dennis Danry 6 Dusan Ivkovic 5 Þórður Steinar Hreiðarsson 4 Rafn Andri Haraldsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (57. Hallur Hallsson 4) Haukur Páll Sigurðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 Samuel Malson 4 (81. Andrés Vilhjálmsson)Valur 4-4-2:Kjartan Sturluson 8 - Maður leiksins Ian Jeffs 5 Reynir Leósson 7 Einar Marteinsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Pétur Georg Markan 6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 (68. Bjarki Gunnlaugsson) Marel Baldvinsson 7 (81. Arnar Sveinn Geirsson) Helgi Sigurðsson 5 (74. Viktor Unnar Illugason) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér má sjá lýsingu frá gangi leiksins: Þróttur - Valur Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Valsmenn sigruðu Þrótt í Laugardalnum í kvöld 0-1 og var þetta fyrsti sigur Vals í deildinni síðan í elleftu umferð þegar þeir lögðu KR í Frostaskjólinu 3-4. Þróttur er hins vegar enn á botninum og ekkert annað en fall blasir við leikmönnum liðsins. Markatala Vals síðan Atli Eðvaldsson tók við stjórnartaumunum að Hlíðarenda var fyrir leikinn, fjögur mörk skoruð gegn tíu mörkum fengnum á sig. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti í leiknum og fengu þeir ágætis færi strax á upphafsmínútunum þegar Marel Jóhann Baldvinsson átti skot úr teignum sem Sindri varði, boltinn barst út í teiginn fyrir fætur Helga Sigurðssonar sem var í þrengri stöðu en Marel og var skot hans einnig varið af ágætum markverði Þróttar, Sindra Snæ. Þróttarar voru töluverðan tíma að vakna en þeir sóttu í sig veðrið þegar á leið fyrri hálfleikinn. Á tuttugustu mínútu fékk Oddur Ingi Guðmundsson góða sendingu frá lánsmanninum frá Val, Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, langsprækasta leikmanni Þróttar en Oddur skaut boltanum hátt yfir markið. Hafþór Ægir átti marga góða spretti í fyrri hálfleik og eftir einn slikann átti hann frábæra fyrirgjöf fyrir mark Vals þar sem Haukur Páll Sigurðsson var frekastur í teignum en skalli hans fór framhjá marki Vals. Undir lok fyrri hálfleiks átti Bjarni Ólafur Eiríksson skot úr aukaspyrnu sem endaði í ofanverðri þverslánni á marki Þróttar. Staðan í hálfleik var því 0-0 í frekar bragðdaufum leik. Þegar sex mínútur voru búnar af síðari hálfleik skoruðu Valsmenn glæsilegt mark. Besti útileikmaður liðsins, Marel Baldvinsson, hélt boltanum vel hægra megin fyrir utan teig Þróttar. Hann átti góða sendingu á Pétur Georg Markan sem átti gott hlaup utan við Marel. Pétur sendi knöttinn fyrir markið þar sem Helgi Sigurðsson lúrði á fjærstönginni og sendi boltann í autt markið. Glæsilegt mark hjá Val og virkilega vel að því staðið. Eftir markið skiptust liðin á að sækja og á 72. mínútu átti Dennys Danry glæsilega aukaspyrnu að marki Vals sem stefndi í bláhornið en Kjartan Sturluson gerði virkilega vel og greip skotið. Haukur Páll Sigurðsson átti síðan fallegt skot í þverslánna á Valsmarkinu þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum. Haukur fékk boltann utarlega í teignum og ætlaði að setja boltann upp í fjærhornið en sláin bjargaði Valsmönnum í þetta skiptið. Undir lokin sóttu liðin til skiptis en hvorugt liðið náði þó að koma boltanum í netið og lokatölur urðu því 1-0 sigur Vals í frekar döprum knattspyrnuleik. Besti maður vallarins var Kjartan Sturluson, markvörður Vals, en undirritaður hefur ekki séð hann spila jafn vel í háa herrans tíð. Marel var einnig sprækur og þá var gamli maðurinn á miðjunni, Sigurbjörn Hreiðarsson, drjúgur og Reynir Leósson var góður í stöðu miðvarðar. Hjá Þrótti var Hafþór Ægir langbestur en allir sóknartilburðir liðsins fóru í gegnum strákinn. Dennys Danry var einnig góður í vörninni og Haukur Páll var traustur sem fyrr. Þróttur - Valur 0-1 0-1 Helgi Sigurðsson ´51 Valbjarnarvöllur Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 10-16 (5-6) Varin skot: Sindri Snær 5 - Kjartan 5 Aukaspyrnur fengnar: 22-19 Horn: 5-8Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 5 Jón Ragnar Jónsson 4 Dennis Danry 6 Dusan Ivkovic 5 Þórður Steinar Hreiðarsson 4 Rafn Andri Haraldsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (57. Hallur Hallsson 4) Haukur Páll Sigurðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 Samuel Malson 4 (81. Andrés Vilhjálmsson)Valur 4-4-2:Kjartan Sturluson 8 - Maður leiksins Ian Jeffs 5 Reynir Leósson 7 Einar Marteinsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Pétur Georg Markan 6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 (68. Bjarki Gunnlaugsson) Marel Baldvinsson 7 (81. Arnar Sveinn Geirsson) Helgi Sigurðsson 5 (74. Viktor Unnar Illugason) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér má sjá lýsingu frá gangi leiksins: Þróttur - Valur Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira