Umfjöllun: Valur vann loksins leik Gunnar Örn Jónsson skrifar 17. ágúst 2009 16:18 Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals. Mynd/Arnþór Valsmenn sigruðu Þrótt í Laugardalnum í kvöld 0-1 og var þetta fyrsti sigur Vals í deildinni síðan í elleftu umferð þegar þeir lögðu KR í Frostaskjólinu 3-4. Þróttur er hins vegar enn á botninum og ekkert annað en fall blasir við leikmönnum liðsins. Markatala Vals síðan Atli Eðvaldsson tók við stjórnartaumunum að Hlíðarenda var fyrir leikinn, fjögur mörk skoruð gegn tíu mörkum fengnum á sig. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti í leiknum og fengu þeir ágætis færi strax á upphafsmínútunum þegar Marel Jóhann Baldvinsson átti skot úr teignum sem Sindri varði, boltinn barst út í teiginn fyrir fætur Helga Sigurðssonar sem var í þrengri stöðu en Marel og var skot hans einnig varið af ágætum markverði Þróttar, Sindra Snæ. Þróttarar voru töluverðan tíma að vakna en þeir sóttu í sig veðrið þegar á leið fyrri hálfleikinn. Á tuttugustu mínútu fékk Oddur Ingi Guðmundsson góða sendingu frá lánsmanninum frá Val, Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, langsprækasta leikmanni Þróttar en Oddur skaut boltanum hátt yfir markið. Hafþór Ægir átti marga góða spretti í fyrri hálfleik og eftir einn slikann átti hann frábæra fyrirgjöf fyrir mark Vals þar sem Haukur Páll Sigurðsson var frekastur í teignum en skalli hans fór framhjá marki Vals. Undir lok fyrri hálfleiks átti Bjarni Ólafur Eiríksson skot úr aukaspyrnu sem endaði í ofanverðri þverslánni á marki Þróttar. Staðan í hálfleik var því 0-0 í frekar bragðdaufum leik. Þegar sex mínútur voru búnar af síðari hálfleik skoruðu Valsmenn glæsilegt mark. Besti útileikmaður liðsins, Marel Baldvinsson, hélt boltanum vel hægra megin fyrir utan teig Þróttar. Hann átti góða sendingu á Pétur Georg Markan sem átti gott hlaup utan við Marel. Pétur sendi knöttinn fyrir markið þar sem Helgi Sigurðsson lúrði á fjærstönginni og sendi boltann í autt markið. Glæsilegt mark hjá Val og virkilega vel að því staðið. Eftir markið skiptust liðin á að sækja og á 72. mínútu átti Dennys Danry glæsilega aukaspyrnu að marki Vals sem stefndi í bláhornið en Kjartan Sturluson gerði virkilega vel og greip skotið. Haukur Páll Sigurðsson átti síðan fallegt skot í þverslánna á Valsmarkinu þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum. Haukur fékk boltann utarlega í teignum og ætlaði að setja boltann upp í fjærhornið en sláin bjargaði Valsmönnum í þetta skiptið. Undir lokin sóttu liðin til skiptis en hvorugt liðið náði þó að koma boltanum í netið og lokatölur urðu því 1-0 sigur Vals í frekar döprum knattspyrnuleik. Besti maður vallarins var Kjartan Sturluson, markvörður Vals, en undirritaður hefur ekki séð hann spila jafn vel í háa herrans tíð. Marel var einnig sprækur og þá var gamli maðurinn á miðjunni, Sigurbjörn Hreiðarsson, drjúgur og Reynir Leósson var góður í stöðu miðvarðar. Hjá Þrótti var Hafþór Ægir langbestur en allir sóknartilburðir liðsins fóru í gegnum strákinn. Dennys Danry var einnig góður í vörninni og Haukur Páll var traustur sem fyrr. Þróttur - Valur 0-1 0-1 Helgi Sigurðsson ´51 Valbjarnarvöllur Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 10-16 (5-6) Varin skot: Sindri Snær 5 - Kjartan 5 Aukaspyrnur fengnar: 22-19 Horn: 5-8Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 5 Jón Ragnar Jónsson 4 Dennis Danry 6 Dusan Ivkovic 5 Þórður Steinar Hreiðarsson 4 Rafn Andri Haraldsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (57. Hallur Hallsson 4) Haukur Páll Sigurðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 Samuel Malson 4 (81. Andrés Vilhjálmsson)Valur 4-4-2:Kjartan Sturluson 8 - Maður leiksins Ian Jeffs 5 Reynir Leósson 7 Einar Marteinsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Pétur Georg Markan 6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 (68. Bjarki Gunnlaugsson) Marel Baldvinsson 7 (81. Arnar Sveinn Geirsson) Helgi Sigurðsson 5 (74. Viktor Unnar Illugason) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér má sjá lýsingu frá gangi leiksins: Þróttur - Valur Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Valsmenn sigruðu Þrótt í Laugardalnum í kvöld 0-1 og var þetta fyrsti sigur Vals í deildinni síðan í elleftu umferð þegar þeir lögðu KR í Frostaskjólinu 3-4. Þróttur er hins vegar enn á botninum og ekkert annað en fall blasir við leikmönnum liðsins. Markatala Vals síðan Atli Eðvaldsson tók við stjórnartaumunum að Hlíðarenda var fyrir leikinn, fjögur mörk skoruð gegn tíu mörkum fengnum á sig. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti í leiknum og fengu þeir ágætis færi strax á upphafsmínútunum þegar Marel Jóhann Baldvinsson átti skot úr teignum sem Sindri varði, boltinn barst út í teiginn fyrir fætur Helga Sigurðssonar sem var í þrengri stöðu en Marel og var skot hans einnig varið af ágætum markverði Þróttar, Sindra Snæ. Þróttarar voru töluverðan tíma að vakna en þeir sóttu í sig veðrið þegar á leið fyrri hálfleikinn. Á tuttugustu mínútu fékk Oddur Ingi Guðmundsson góða sendingu frá lánsmanninum frá Val, Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, langsprækasta leikmanni Þróttar en Oddur skaut boltanum hátt yfir markið. Hafþór Ægir átti marga góða spretti í fyrri hálfleik og eftir einn slikann átti hann frábæra fyrirgjöf fyrir mark Vals þar sem Haukur Páll Sigurðsson var frekastur í teignum en skalli hans fór framhjá marki Vals. Undir lok fyrri hálfleiks átti Bjarni Ólafur Eiríksson skot úr aukaspyrnu sem endaði í ofanverðri þverslánni á marki Þróttar. Staðan í hálfleik var því 0-0 í frekar bragðdaufum leik. Þegar sex mínútur voru búnar af síðari hálfleik skoruðu Valsmenn glæsilegt mark. Besti útileikmaður liðsins, Marel Baldvinsson, hélt boltanum vel hægra megin fyrir utan teig Þróttar. Hann átti góða sendingu á Pétur Georg Markan sem átti gott hlaup utan við Marel. Pétur sendi knöttinn fyrir markið þar sem Helgi Sigurðsson lúrði á fjærstönginni og sendi boltann í autt markið. Glæsilegt mark hjá Val og virkilega vel að því staðið. Eftir markið skiptust liðin á að sækja og á 72. mínútu átti Dennys Danry glæsilega aukaspyrnu að marki Vals sem stefndi í bláhornið en Kjartan Sturluson gerði virkilega vel og greip skotið. Haukur Páll Sigurðsson átti síðan fallegt skot í þverslánna á Valsmarkinu þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum. Haukur fékk boltann utarlega í teignum og ætlaði að setja boltann upp í fjærhornið en sláin bjargaði Valsmönnum í þetta skiptið. Undir lokin sóttu liðin til skiptis en hvorugt liðið náði þó að koma boltanum í netið og lokatölur urðu því 1-0 sigur Vals í frekar döprum knattspyrnuleik. Besti maður vallarins var Kjartan Sturluson, markvörður Vals, en undirritaður hefur ekki séð hann spila jafn vel í háa herrans tíð. Marel var einnig sprækur og þá var gamli maðurinn á miðjunni, Sigurbjörn Hreiðarsson, drjúgur og Reynir Leósson var góður í stöðu miðvarðar. Hjá Þrótti var Hafþór Ægir langbestur en allir sóknartilburðir liðsins fóru í gegnum strákinn. Dennys Danry var einnig góður í vörninni og Haukur Páll var traustur sem fyrr. Þróttur - Valur 0-1 0-1 Helgi Sigurðsson ´51 Valbjarnarvöllur Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 10-16 (5-6) Varin skot: Sindri Snær 5 - Kjartan 5 Aukaspyrnur fengnar: 22-19 Horn: 5-8Þróttur (4-5-1)Sindri Snær Jensson 5 Jón Ragnar Jónsson 4 Dennis Danry 6 Dusan Ivkovic 5 Þórður Steinar Hreiðarsson 4 Rafn Andri Haraldsson 5 Oddur Ingi Guðmundsson 5 (57. Hallur Hallsson 4) Haukur Páll Sigurðsson 6 Kristján Ómar Björnsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 7 Samuel Malson 4 (81. Andrés Vilhjálmsson)Valur 4-4-2:Kjartan Sturluson 8 - Maður leiksins Ian Jeffs 5 Reynir Leósson 7 Einar Marteinsson 5 Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Pétur Georg Markan 6 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 4 (68. Bjarki Gunnlaugsson) Marel Baldvinsson 7 (81. Arnar Sveinn Geirsson) Helgi Sigurðsson 5 (74. Viktor Unnar Illugason) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér má sjá lýsingu frá gangi leiksins: Þróttur - Valur Boltavaktina má einnig nálgast á Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira