Umfjöllun: Stórsigur Grindavíkur gegn FH Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2009 15:47 Úr leik liðanna á síðustu leiktíð. Mynd/Daníel Miðað við leik FH og Grindavíkur í dag var ekkert sem gaf það til kynna að um væri að ræða annars vegar liðið í efsta sætinu og hins vegar lið í neðri hluta deildarinnar. FH liðið var gjörsamlega heillum horfið á meðan Grindvíkingar áttu virkilega góðan leik. Grindvíkingar fögnuðu 3-0 sigri sem verður að teljast fyllilega verðskuldað. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og strax á fyrstu mínútu fékk Óli Stefán Flóventsson gott færi en Daði varði frekar slakan skalla Óla. Scott Ramsay gerði hins vegar öllu betur þegar hann kom Grindvíkingum yfir á 5.mínútu. Hann fékk þá glæsilega sendingu innfyrir vörn FH frá Gilles Ondo og kláraði færið af stakri snilld framhjá Daða í markinu. FH-ingar voru ekki líkir sjálfum sér í fyrri hálfleiknum. Þeir ógnuðu marki Grindvíkinga mjög lítið og sköpuðu sér ekki eitt hættulegt tækifæri. Grindvíkingar börðust hins vegar eins og ljón og áttu hættulegar skyndisóknir. Gilles Mbang Ondo kom þeim í 2-0 á 25.mínútu með skoti af markteig eftir góða sendingu frá Ramsay þar sem vörn FH var illa á verði. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru Grindvíkingar líklegri til að bæta við og Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo fóru báðir illa með prýðileg færi áður en flautað var til leikhlés. FH liðið var gjörsamlega á hælunum allan fyrri hálfleikinn og spil liðsins í molum. Í síðari hálfleik lágu Grindvíkingar örlítið meira til baka en í þeim fyrri en þrátt fyrir það gekk FH bölvanlega að skapa sér hættuleg marktækifæri. Það var ekki fyrr en hinn 16 ára gamli Kristján Gauti Emilsson kom inn að almennilegt færi liti dagsins ljós. Þá slapp Kristján Gauti í gegn en Óskar Pétursson varði vel í marki Grindavíkur. Leikmenn Grindavíkur börðust eins og ljón og Scott Ramsay var eins og kóngur í ríki sínu í sóknarleiknum. Jóhann Helgason skoraði síðasta mark leiksins á 82.mínútu með góðu skoti frá vítateig og áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka gaf hann Tor Erik Moen sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot á Davíð Þór Viðarssyni. Sanngjarn sigur Grindavíkur staðreynd og ljóst að FH-ingar þurfa að girða sig í brók fyrir næsta leik sem er gegn fallkandídötum Þróttar.FH - Grindavík 0-30-1 Scott Ramsay (5.mín) 0-2 Gilles Mbang Ondo (25.mín) 0-3 Jóhann Helgason (82.mín) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 9-11 (5-8)Varin skot: Daði 5 - Óskar 5Horn: 5 - 5Aukaspyrnur fengnar: 16 - 17Rangstöður: 3 - 3 FH (4-3-3) Daði Lárusson 6 Pétur Viðarsson 4 Sverrir Garðarsson 4 Freyr Bjarnason 3 (74 Tommy Nielsen -) Hjörtur Logi Valgarðsson 3 Matthías Vilhjálmsson 3 Davíð Þór Viðarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 4 (62 Kristján Gauti Emilsson 6) Ólafur Páll Snorrason 4 (62 Brynjar Benediktsson 5) Alexander Toft Söderlund 4 Atli Viðar Björnsson 4 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 8 Óli Stefán Flóventsson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7Scott Ramsay 8 - Maður leiksinsBen Ryan Long 7 (90 Páll Guðmundsson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 7 Tor Erik Moen 7 Jóhann Helgason 6 (90 Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 (90 Gunnar Þorsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Grindavík. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Miðað við leik FH og Grindavíkur í dag var ekkert sem gaf það til kynna að um væri að ræða annars vegar liðið í efsta sætinu og hins vegar lið í neðri hluta deildarinnar. FH liðið var gjörsamlega heillum horfið á meðan Grindvíkingar áttu virkilega góðan leik. Grindvíkingar fögnuðu 3-0 sigri sem verður að teljast fyllilega verðskuldað. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og strax á fyrstu mínútu fékk Óli Stefán Flóventsson gott færi en Daði varði frekar slakan skalla Óla. Scott Ramsay gerði hins vegar öllu betur þegar hann kom Grindvíkingum yfir á 5.mínútu. Hann fékk þá glæsilega sendingu innfyrir vörn FH frá Gilles Ondo og kláraði færið af stakri snilld framhjá Daða í markinu. FH-ingar voru ekki líkir sjálfum sér í fyrri hálfleiknum. Þeir ógnuðu marki Grindvíkinga mjög lítið og sköpuðu sér ekki eitt hættulegt tækifæri. Grindvíkingar börðust hins vegar eins og ljón og áttu hættulegar skyndisóknir. Gilles Mbang Ondo kom þeim í 2-0 á 25.mínútu með skoti af markteig eftir góða sendingu frá Ramsay þar sem vörn FH var illa á verði. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru Grindvíkingar líklegri til að bæta við og Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo fóru báðir illa með prýðileg færi áður en flautað var til leikhlés. FH liðið var gjörsamlega á hælunum allan fyrri hálfleikinn og spil liðsins í molum. Í síðari hálfleik lágu Grindvíkingar örlítið meira til baka en í þeim fyrri en þrátt fyrir það gekk FH bölvanlega að skapa sér hættuleg marktækifæri. Það var ekki fyrr en hinn 16 ára gamli Kristján Gauti Emilsson kom inn að almennilegt færi liti dagsins ljós. Þá slapp Kristján Gauti í gegn en Óskar Pétursson varði vel í marki Grindavíkur. Leikmenn Grindavíkur börðust eins og ljón og Scott Ramsay var eins og kóngur í ríki sínu í sóknarleiknum. Jóhann Helgason skoraði síðasta mark leiksins á 82.mínútu með góðu skoti frá vítateig og áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka gaf hann Tor Erik Moen sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot á Davíð Þór Viðarssyni. Sanngjarn sigur Grindavíkur staðreynd og ljóst að FH-ingar þurfa að girða sig í brók fyrir næsta leik sem er gegn fallkandídötum Þróttar.FH - Grindavík 0-30-1 Scott Ramsay (5.mín) 0-2 Gilles Mbang Ondo (25.mín) 0-3 Jóhann Helgason (82.mín) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 9-11 (5-8)Varin skot: Daði 5 - Óskar 5Horn: 5 - 5Aukaspyrnur fengnar: 16 - 17Rangstöður: 3 - 3 FH (4-3-3) Daði Lárusson 6 Pétur Viðarsson 4 Sverrir Garðarsson 4 Freyr Bjarnason 3 (74 Tommy Nielsen -) Hjörtur Logi Valgarðsson 3 Matthías Vilhjálmsson 3 Davíð Þór Viðarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 4 (62 Kristján Gauti Emilsson 6) Ólafur Páll Snorrason 4 (62 Brynjar Benediktsson 5) Alexander Toft Söderlund 4 Atli Viðar Björnsson 4 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 8 Óli Stefán Flóventsson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7Scott Ramsay 8 - Maður leiksinsBen Ryan Long 7 (90 Páll Guðmundsson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 7 Tor Erik Moen 7 Jóhann Helgason 6 (90 Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 (90 Gunnar Þorsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Grindavík. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira