Fleiri fréttir

1. deild: Þórsarar engin fyrirstaða fyrir HK-inga

16. umferð 1. deildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með tveimur leikjum þar sem HK vann Þór og Fjarðabyggð vann ÍR. Stefán Jóhann Eggertsson kom HK yfir á 19. mínútu gegn Þór en staðan í hálfleik var 1-0 á Kópavogsvellinum.

Leik Grindavíkur og ÍBV frestað

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur fallist á ósk knattspyrnudeildar Grindavíkur um að fresta leik liðsins gegn ÍBV á sunnudag.

Valsstúlkur til Ítalíu

Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna mæta ítalska liðinu Torres Calcio í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið var í dag.

Grindavík sækir um frestun á leiknum gegn ÍBV - tíu orðnir veikir

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag var ekki talið ólíklegt að Grindavík myndi biðja um frestun á leiknum gegn ÍBV á sunnudag vegna ástandsins í leikmannahópi liðsins. Alls eru tíu leikmenn liðsins orðnir veikir og óttast að einhverjir þeirra séu með svínaflensuna.

Níu lykilmenn Grindavíkur í sóttkví með einkenni svínaflensu

Ástandið hjá knattspyrnuliði Grindavíkur er ekki gott en alls liggja níu leikmenn liðsins í rúminu veikir. Þeir eru þess utan með einkenni svínaflensu þannig að þeim er haldið í sóttkví þar til úr fæst skorið hvort þeir séu með svínaflensu eður ei.

Heimir framlengir við FH

Heimir Guðjónsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild FH og verður þjálfari meistarflokks félagsins til loka tímabilsins 2011.

Brynjar Björn: Vel ásættanleg úrslit

Brynjar Björn Gunnarsson var fyrirliði íslenska liðsins í kvöld og átti ágætan leik. Hann lék á miðjunni í fyrri hálfleiknum en snemma í síðari hálfleik var hann færður í vörnina í stað Sölva Geirs Ottesen og leysti það hlutverk vel af hendi.

Gunnleifur: Fyrri hálfleikurinn vonbrigði

Gunnleifur Gunnleifsson stóð í marki íslenska landsliðsins í kvöld og átti prýðisgóðan leik, en hann bjargaði í nokkur skipti með góðum markvörslum. Hann var þó ekki nógu ánægður með úrslitin.

Ólafur: Svöruðum kallinu ágætlega

Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins var nokkuð sáttur eftir leik liðsins gegn Slóvökum og sagði að liðið hefði verið nær sigri en það slóvenska.

Tékkar of sterkir fyrir Íslendinga

Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands í fótbolta töpuðu 0-2 fyrir Tékkum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2011 en staðan í hálfleik var markalaus.

Byrjunarlið U-21 árs karla gegn Tékkum

Eyjólfur Sverrisson hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn hefja leik gegn Tékkum í dag. Leikið er á KR-vellinum og hefst leikurinn klukkan 15.30 en hann er liður í undankeppni Evrópumótsins.

Kristín Ýr: Þurfum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum

Markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir hjá Val hélt uppteknum hætti í Pepsi-deildinni í kvöld þegar hún skoraði seinna mark liðs síns í 2-0 sigri gegn Fylki. Markið var hennar átjánda mark í deildinni í sumar og hún er sem stendur markhæst þegar þrjár umferðir eru eftir.

Freyr: Gott að fara í fríið með þessi þrjú stig

„Ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi en að ég sé rosalega sáttur með stigin þrjú og frammistöðu liðsins í kvöld. Það var mjög erfitt að fannst mér að koma til baka eftir tapið gegn mjög góðu liði Þórs/KA en viljinn og andinn í liðinu var til fyrirmyndar og mjög gott að fara í fríið með þessi þrjú stig í farteskinu,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, í viðtali við Vísi eftir 2-0 sigur liðs síns gegn Fylki.

Jafntefli hjá Þór/KA og Stjörnunni á Akureyri

Þór/KA og Stjarnan mættust í sannkölluðum toppslag í Pepsi-deild kvenna á Akureyri í kvöld en niðurstaðan var 1-1 jafntefli. Rakel Hönnudóttir kom Þór/KA yfir snemma leiks en Inga Birna Friðjónsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna þegar um tíu mínútur lifðu leiks og þar við sat.

Valsstúlkur halda toppsætinu þegar deildin fer í frí

Íslandsmeistarar Vals unnu 2-0 sigur gegn Fylki í Pepsi-deildinni á Vodafonevellinum í kvöld en staðan í hálfleik var 2-0. Sigur Vals var í raun aldrei í hættu þó svo að liðið hafi ef til vill ekki verið að spila sinn besta leik í sumar.

Mikilvægur leikur á Akureyri

Í kvöld fer fram heil umferð í Pepsi-deild kvenna og ríkir hörkuspenna á toppi deildarinnar. Þrjú lið – Valur, Breiðablik og Stjarnan – eru efst og jöfn á toppnum og Þór/KA er ekki nema þremur stigum á eftir þeim.

Bjarni: Svona er fótboltinn stundum

„Þetta datt þeirra megin og svona er fótboltinn stundum. Þeir fá vítaspyrnudóm sem við hefðum átt að fá stuttu áður en fengum ekki og það skilur á milli í kvöld.

Grétar Sigfinnur: Allir eru með verkefnið á hreinu

„Það eru fimmtán ár síðan við tókum þá síðast hérna svo þetta var kærkomið," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, eftir magnaðan 4-2 útisigur liðsins á FH í kvöld.

Atli Eðvaldsson: Stutt í fallbaráttuna

Það var ekki upplitsdjarfur Atli Eðvaldsson sem gekk í átt til búningsherbergja áður en hann gaf Vísi viðtal eftir ósigurinn gegn Fram í kvöld.

Kristján: Þegar eitthvað er bilað þarf að gera við

Keflvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Pepsi-deildinni þegar þeir biðu 3-0 ósigur gegn Breiðablik á heimavelli sínum í Keflavík. Keflvíkingar hafa þar með fengið á sig 8 mörk í tveimur leikjum og það án þess að skora.

Umfjöllun: Grindvíkingar völtuðu yfir bitlausa Þróttara

Grindvíkingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótti á Valbjarnarvellinum í kvöld. Þetta er annar heimaleikurinn í röð sem tapast svona illa á heimavelli en alls hefur botnlið Pepsi-deildarinnar tapað þremur af síðustu fjórum leikjum með markatölunni 1-5.

Sjá næstu 50 fréttir