Umfjöllun: Fylkir í annað sætið eftir sigur á KR Elvar Geir Magnússon skrifar 17. ágúst 2009 16:09 Mynd/Daníel Fylkismenn gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og unnu hreint frábæran sigur á KR-ingum 4-2. Markalaust var í hálfleik en sex mörk voru á boðstólnum í seinni hálfleik. KR-ingar spiluðu betur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að finna leið framhjá Ólafi Þór Gunnarssyni í marki Fylkis. Baldur Sigurðsson fékk tvö dauðafæri sem ekki nýttust og þá bjargaði Einar Pétursson, varnarmaður Fylkis, á línu eftir skot Atla Jóhannssonar. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega og Fylkir náði forystunni þegar Albert Brynjar Ingason átti sendingu fyrir en Mark Rutgers, varnarmaður KR, setti boltann í eigið mark. Virkilega klaufalegt. KR-ingar voru áttavilltir og fengu síðan annað mark í andlitið stuttu seinna en þá skoraði Albert Brynjar. KR-ingar komu til baka og náðu að jafna í 2-2. Guðmundur Benediktsson skoraði með föstu skoti beint úr aukaspyrnu og svo jafnaði Björgólfur Takefusa úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að togað var í Björgólf í teignum. Fylkismenn mótmæltu harðlega en ákvörðun dómarans að dæma víti var hárrétt. Fylkismönnum þyrsti meira í sigurinn og á 79. mínútu lagði Jóhann Þórhallsson upp mark fyrir Ingimund Níels Óskarsson, fyrrum leikmann KR. Það kom mörgum á óvart þegar KR ákváðu að sleppa Ingimundi í Fylki og sveið mörgum sárt að sjá hann ganga frá leiknum í kvöld. Hann skoraði síðan sjötta og síðasta mark leiksins eftir sendingu Halldórs Hilmissonar á lokamínútunni. Glæsilegur sigur Fylkis en liðið lék eins og það hefur gert í nánast allt sumar, af miklum krafti og ótrúlegri baráttugleði. Með þessum sigri komst liðið upp í annað sæti deildarinnar en ýttu KR-ingum sæti neðar. KR - Fylkir 2-4 0-1 Sjálfsmark (48.) 0-2 Albert Brynjar Ingason (53.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (56.) 2-2 Björgólfur Takefusa (víti 75.) 2-3 Ingimundur Níels Óskarsson (79.) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.906 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-11 (5-5) Varin skot: Hansen 1 - Ólafur 1 Hornspyrnur: 7-4 Rangstöður: 1-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-12KR 4-4-2Andre Hansen 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Jordao Diogo 4 Gunnar Örn Jónsson 6 (76. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 3 Bjarni Guðjónsson 5 Atli Jóhannsson 4 (59. Óskar Örn Hauksson 4) Guðmundur Benediktsson 8 Björgólfur Takefusa 7Fylkir 4-5-1 Ólafur Þór Gunnarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7 Einar Pétursson 8 (81. Halldór Hilmisson -) Kristján Valdimarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Valur Fannar Gíslason 6Ingimundur Níels Óskarsson 8* - Maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ólafur Ingi Stígsson 8 Theodór Óskarsson 4 (66. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 (71. Jóhann Þórhallsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Fylkir Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46 Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Fylkismenn gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og unnu hreint frábæran sigur á KR-ingum 4-2. Markalaust var í hálfleik en sex mörk voru á boðstólnum í seinni hálfleik. KR-ingar spiluðu betur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að finna leið framhjá Ólafi Þór Gunnarssyni í marki Fylkis. Baldur Sigurðsson fékk tvö dauðafæri sem ekki nýttust og þá bjargaði Einar Pétursson, varnarmaður Fylkis, á línu eftir skot Atla Jóhannssonar. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega og Fylkir náði forystunni þegar Albert Brynjar Ingason átti sendingu fyrir en Mark Rutgers, varnarmaður KR, setti boltann í eigið mark. Virkilega klaufalegt. KR-ingar voru áttavilltir og fengu síðan annað mark í andlitið stuttu seinna en þá skoraði Albert Brynjar. KR-ingar komu til baka og náðu að jafna í 2-2. Guðmundur Benediktsson skoraði með föstu skoti beint úr aukaspyrnu og svo jafnaði Björgólfur Takefusa úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að togað var í Björgólf í teignum. Fylkismenn mótmæltu harðlega en ákvörðun dómarans að dæma víti var hárrétt. Fylkismönnum þyrsti meira í sigurinn og á 79. mínútu lagði Jóhann Þórhallsson upp mark fyrir Ingimund Níels Óskarsson, fyrrum leikmann KR. Það kom mörgum á óvart þegar KR ákváðu að sleppa Ingimundi í Fylki og sveið mörgum sárt að sjá hann ganga frá leiknum í kvöld. Hann skoraði síðan sjötta og síðasta mark leiksins eftir sendingu Halldórs Hilmissonar á lokamínútunni. Glæsilegur sigur Fylkis en liðið lék eins og það hefur gert í nánast allt sumar, af miklum krafti og ótrúlegri baráttugleði. Með þessum sigri komst liðið upp í annað sæti deildarinnar en ýttu KR-ingum sæti neðar. KR - Fylkir 2-4 0-1 Sjálfsmark (48.) 0-2 Albert Brynjar Ingason (53.) 1-2 Guðmundur Benediktsson (56.) 2-2 Björgólfur Takefusa (víti 75.) 2-3 Ingimundur Níels Óskarsson (79.) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (90.) KR-völlur. Áhorfendur: 1.906 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-11 (5-5) Varin skot: Hansen 1 - Ólafur 1 Hornspyrnur: 7-4 Rangstöður: 1-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-12KR 4-4-2Andre Hansen 5 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Jordao Diogo 4 Gunnar Örn Jónsson 6 (76. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 3 Bjarni Guðjónsson 5 Atli Jóhannsson 4 (59. Óskar Örn Hauksson 4) Guðmundur Benediktsson 8 Björgólfur Takefusa 7Fylkir 4-5-1 Ólafur Þór Gunnarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 7 Einar Pétursson 8 (81. Halldór Hilmisson -) Kristján Valdimarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Valur Fannar Gíslason 6Ingimundur Níels Óskarsson 8* - Maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ólafur Ingi Stígsson 8 Theodór Óskarsson 4 (66. Pape Faye 6) Albert Brynjar Ingason 6 (71. Jóhann Þórhallsson -) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: KR - Fylkir
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46 Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Óli Þórðar: KR-ingar sofandi í byrjun seinni hálfleiks Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var í besta skapi eftir sigur hans manna á KR í kvöld. „Ég er gríðarlega sáttur, það eru ekki mörg lið sem koma hingað og setja fjögur mörk og ná í þrjú stig," sagði Ólafur. 17. ágúst 2009 21:46
Gummi Ben: Varnarleikurinn til skammar Guðmundur Benediktsson, sóknarmaður KR, segir að Fylkir hafi átt stigin þrjú skilin í kvöld. Árbæingar unnu 4-2 sigur í Vesturbænum eftir markalausan fyrri hálfleik. 17. ágúst 2009 21:54