Íslenski boltinn

Guðmundur Steinarsson: Ég átti að skora

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðmundur Steinarsson hoppar í boltann í leik gegn KR
Guðmundur Steinarsson hoppar í boltann í leik gegn KR
Guðmundur Steinarsson framherji Keflavíkur var ósáttur við sjálfan sig að hafa ekki nýtt besta færi leiksins.

"Ég átti að skora í dag. Boltinn fór ekki inn í dag, það er með ólíkindum. Þetta lá ekki fyrir okkur í dag," sagði Guðmundur.

"Mér fannst menn mæta ákveðnir og að var barátta í liðinu út um allan völl og menn vildu sanna sig og sýna að síðustu tveir leikir hafi verið eitthvað sem átti ekki að gerast. Mér fannst við betri aðilinn í leiknum en það telur lítið að vera betri aðilinn í leiknum þegar þú gerir jafntefli."

"Eins og staðan er núna erum við svekktir hafa ekki náð þremur stigum en við fögnum hverju stigi sem kemur í hús. Það er alltaf hægt að gera betur en menn mega ekki sætta sig við þetta. Við vitum að við getum betur og menn verða að gíra sig upp í það," sagði Guðmundur að lokum við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×