Íslenski boltinn

Umfjöllun: Fjölnir sótti dýrmætt stig í Árbæinn

Úr leik Fylkis og Fjölnis frá síðasta tímabili.
Úr leik Fylkis og Fjölnis frá síðasta tímabili. Mynd/Stefán

Fjölnismenn halda enn í vonina um að bjarga sæti sínu í Pepsi-deild karla en liðið gerði í dag 2-2 jafntefli við Fylki í Árbænum.

Leikurinn byrjaði heldur rólega. Hvorugt lið gerði sig líklegt til að skora þegar að heimamenn komust í sókn. Jóhann Þórhallsson átti sendingu fyrir markið og náði Albert Brynjar Ingason að eiga skot að marki á nærstöng. Ágúst Þór Gylfason varði boltann með höndinni og var umsvifalaust dæmt víti.

Ágúst Þór, sem var að leika sinn fyrsta leik með Fjölni í sumar en hann er aðstoðarþjálfari liðsins, fékk einnig að líta gult. Því var ekki mótmælt né heldur vítaspyrnudóminum. Albert skoraði af öryggi úr vítinu.

En eftir þetta vöknuðu gestirnir til lífsins og fengu mýgrút færa til að jafna metin, meðal annars skalla í slá auk þess sem Halldór Arnar Hilmisson varði á marklínu. En staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Fjölni.

Bæði lið byrjuðu síðari hálfleik ágætlega en á 62. mínútu dró til tíðinda. Gunnar Már Guðmundsson átti sendingu fyrir markið sem Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum leikmaður Fjölnis, stýrði í eigið mark.

Fylkismenn hresstust nokkuð eftir þetta og áttu nokkur ágæt færi. Liðið náði að leika ágætlega á þeim kafla en það var annars fátt um fína drætti hjá liðinu í dag. Síðara markið skoraði Einar Pétursson með skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Inga Stígssonar úr aukaspyrnu.

Svo virtist sem að það ætlaði að verða sigurmark leiksins en Illugi skoraði jöfnunarmarkið með glæsilegu skoti utan vítateigs eftir að Gunnar Már lagði boltann fyrir hann.

Fjölnismenn spiluðu betur en oft áður í sumar og voru einkar duglegir að skapa sér færi. En þeir voru einkar klaufalegir í vítateig andstæðingsins og þurfti sjálfsmark og glæsimark með skoti utan teigs til að skila liðinu mörkum í dag.

Útlitið er þó dökkt fyrir Fjölnismenn enda liðið enn í fallsæti og liðin næst fyrir ofan í töflunni eiga leiki til góða. Fylkir féll aftur niður í þriðja sætið þar sem KR vann í Keflavík auk þess sem KR-ingar eiga leik til góða.

Fylkir - Fjölnir 2-2

1-0 Albert Brynjar Ingason (19.)

1-1 Ingimundur Níels Óskarsson, sjálfsmark (62.)

2-1 Einar Pétursson (84.)

2-2 Illugi Þór Gunnarsson (90.)

Fylkisvöllur. Áhorfendur: 947

Dómari: Örvar Sær Gíslason (7)

Skot (á mark): 8-13 (5-8)

Varin skot: Ólafur 4 - Þórður 3.

Horn: 2-3

Aukaspyrnur fengnar: 11-12

Rangstöður: 4-5

Fylkir (4-4-2):

Ólafur Þór Gunnarsson 7

Þórir Hannesson 6

Kristján Valdimarsson 6

Einar Pétursson 7

Kjartan Ágúst Breiðdal 5

Ingimundur Níels Óskarsson 4

Ólafur Ingi Stígsson 6

Halldór Arnar Hilmisson 4

Theódór Óskarsson 3

(76. Davíð Þór Ásbjörnsson -)

Albert Ingason 5

(82. Pape Mamadou Faye -)

Jóhann Þórhallsson 5

(71. Kjartan Andri Baldvinsson -)

Fjölnir (4-5-1):

Þórður Ingason 7

Gunnar Valur Gunnarsson 7

(88. Andri Valur Ívarsson -)

Ásgeir Aron Ásgeirsson 7

Ágúst Þór Gylfason 7

(88. Ólafur Páll Johnson -)

Marinko Skaricic 6

Kristinn Freyr Sigurðsson 5

Illugi Þór Gunnarsson 7

Gunnar Már Guðmundsson 8 - maður leiksins

Magnús Ingi Einarsson 6

Tómas Leifsson 5

(79. Olgeir Óskarsson -)

Jónas Grani Garðarsson 7

Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Fjölnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×