Fleiri fréttir

Sierra Lelii gengin til liðs við Þrótt á ný
Bandaríska knattspyrnukonan Sierra Marie Lelii er gengin til liðs við Þrótt og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Bestu-deild kvenna.

Newcastle komið hálfa leið í úrslit
Newcastle vann góðan 1-0 sigur er liðið heimsótti Southampton í fyrri undanúrslitaviðureign liðanna í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í kvöld.

Lazio valtaði yfir meistarana og stökk upp í þriðja sæti
Lazio vann afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan í stórleik nítjándu umferðar ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Þýsku meistararnir misstigu sig annan leikinn í röð
Þýskalandsmeistarar Bayern München björguðu stigi er liðið tók á móti Köln í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, lokatölur 1-1. Þetta er annar deildarleikurinn í röð sem Bayern tapar stigum og því óhætt að segja að liðið fari hægt af stað eftir langt jóla og HM-frí.

Gunnhildur og eiginkonan yfirgefa Orlando Pride
Knattspyrnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur yfirgefið herbúðir Orlando Pride þar sem hún hefur leikið undanfarin tvö ár.

Moshiri setur Everton á sölu og vill tæpa níutíu milljarða fyrir félagið
Farhad Moshiri, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, hefur sett félagið á sölu. Moshiri er sagður vilja fá meira en hálfan milljarð punda fyrir Everton, en það samsvarar tæpum níutíu milljörðum íslenskra króna.

Tottenham að ræna Danjuma af Everton
Þrátt fyrir að hafa gengist undir læknisskoðun hjá Everton síðastliðin laugardag virðist hollenski kantmaðurinn Arnaut Danjuma ætla að enda í herbúðum Tottenham.

Jökull fenginn á neyðarláni vegna meiðsla en leiknum frestað
Markvörðurinn Jökull Andrésson skrifaði í dag undir sjö daga lánssamning við enska C-deildarliðið Exeter City. Jökull átti að bjarga Exeter út úr meiðslavandræðum, en leik liðsins sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað.

Víkingar versluðu sér miðvörð í Mjóddinni
Bikarmeistarar Víkings í fótbolta hafa fengið til sín ungan varnarmann sem félagið keypti frá ÍR. Sá heitir Sveinn Gísli Þorkelsson.

„Mýta að Tottenham hafi ekki stutt Conte“
Gary Neville segir það mýtu að Tottenham hafi ekki stutt við bakið á Antonio Conte á félagaskiptamarkaðnum.

Aftur til Akureyrar eftir níu ár og núna er hún landsliðsfyrirliði
Tahnai Annis, 33 ára gamall miðjumaður frá Bandaríkjunum, mun spila með knattspyrnuliði Þórs/KA á komandi leiktíð eftir að hafa síðast spilað með liðinu sumarið 2014.

Zinchenko: Nú hlær enginn lengur að titildraumum Arsenal
Oleksandr Zinchenko þekkir það vel að verða enskur meistari en hann kom til Arsenal í sumar eftir að hafa unnið enska titilinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum með Manchester City.

Thiago segir að leikmenn Liverpool séu enn að jafna sig eftir fernu-klúðrið í fyrra
Stjörnumiðjumaður Liverpool heldur því fram að leikmenn Liverpool séu enn í sárum eftir að hafa misst af fernunni í fyrra.

Keflavík fær markvörð sem fékk varla á sig mark í Færeyjum
Keflvíkingar hafa fundið markvörð til að fylla í skarðið sem Sindri Kristinn Ólafsson skildi eftir þegar hann gekk í raðir FH í vetur.

Þurftu að flytja Dani Alves á milli fangelsa af öryggisástæðum
Dani Alves, fyrrum leikmaður Barcelona, dúsar í fangelsi þessa dagana eftir að hafa verið handtekinn fyrir nauðgun.

Kvennalið Bayern auglýsir afrek karlanna á búningunum og Valur er í sömu stöðu
Stjörnur á búningum kvennaliða eru til umræðu í Noregi eftir að eitt stærsta félag Noregs, Rosenborg, ákvað að breyta búningum sínum.

Carragher sparaði ekki stóru orðin um Everton eftir að félagið rak Lampard
Jamie Carragher var allt annað en ánægður með þá ákvörðun Everton að reka knattspyrnustjórann Frank Lampard.

Mbappé skoraði fimm þegar PSG skoraði sjö
Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu einstaklega þægilegan sigur á 6. deildarliði Pays de Cassel í frönsku bikarkeppninni í kvöld.

Kane heldur Meistaradeildarvonum Tottenham á lífi
Tottenham Hotspur vann nágranna sína í Fulham með einu marki gegn engu í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Inter missteig sig illilega
Inter tapaði óvænt á heimavelli fyrir Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Inter hafði unnið síðustu 9 deildarleiki sína gegn Empoli en tókst ekki að bæta þeim tíunda við, lokatölur á San Siro 0-1.

Kristian Nökkvi lagði upp í tapi
Þrátt fyrir að fá rautt spjald í síðasta leik með Jong Ajax þá var Kristian Nökkvi Hlynsson í byrjunarliðinu þegar liðið mætti Roda í hollensku B-deildinni í kvöld. Kristian Nökkvi lagði upp eina mark Jong Ajax í liðsins.

Myndband: Frábær stoðsending Alberts
Albert Guðmundsson lagði upp fyrra mark Genoa í mikilvægum 2-1 sigri liðsins á Benevento í Serie B, ítölsku B-deildinni í knattspyrnu. Markið kom eftir frábært spil leikmanna Genoa og hefur félagið nú birt myndband af markinu á samfélagsmiðlum sínum.

Toppliðið kaupir Kiwior frá Spezia
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar hefur fest kaup á varnarmanninum Jakub Kiwior, samherja Mikaels Egils Ellertssonar hjá Spezia. Sá er pólskur landsliðsmaður og kostar Arsenal 20 milljónir punda, rúmlega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna.

Fabrizio Romano tjáir sig um vistaskipti Dags Dan
Fyrr í dag var greint frá því að Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, væri á leið til Orlando City í MLS-deildinni. Nú hefur hinn tilkynningaóði blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um möguleg vistaskipti Dags Dan.

John Terry birtist óvænt í miðjum stuðningsmannahópi Chelsea á Anfield
Hörðustu stuðningsmenn Chelsea létu sig ekki vanta þegar Chelsea heimsótti Liverpool á Anfield um helgina. Þeir áttu samt örugglega ekki von á því að hitta hetjuna sína þar.

Frank Lampard rekinn frá Everton
Everton hefur rekið Frank Lampard úr starfi knattspyrnustjóra liðsins. Hann skilur við það í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Látinn æfa einn eftir rifrildi við Lampard
Abdoulaye Doucoure, miðjumaður Everton, hefur æft einn eftir að hann reifst við knattspyrnustjórann Frank Lampard. Doucoure er á förum frá Everton.

Segir Antony kraftlausan og hann komist aldrei framhjá neinum
Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var ekki hrifinn af frammistöðu Antonys í tapi liðsins fyrir Arsenal, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ferdinand finnst Brassinn vera kraftlítill og finnst hann aldrei leika á varnarmanninn sem mætir honum.

Haaland með fleiri mörk en níu lið ensku úrvalsdeildarinnar
Norski ofurframherjinn Erling Haaland bætti þremur mörkum við í sigri Manchester City í gær og hefur þar með skorað 25 deildarmörk á tímabilinu.

Keflavík semur við hina sextán marka Linli Tu
Markahæsti leikmaður Lengjudeildar kvenna í fótbolta spilar í Bestu deildinni í sumar þrátt fyrir að lið hennar hafi ekki komist upp.

Dagur á leið í sólina í Orlando
Dagur Dan Þórhallsson er á leið til Orlando City sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum frá Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Karólína Lea og Glódís Perla skiptust á treyjum við mikla Íslandsvini
Íslensku landsliðskonurnar í Bayern München hafa eytt síðustu dögum í Mexíkó þar sem þær tóku þátt í Amazon bikarnum.

„Verður ekki betra en þetta“
„Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins.

Samúel Kári skoraði gegn Olympiacos | Sverrir Ingi stýrði PAOK til sigurs á toppliðinu
Það var nóg af Íslendingum í sviðsljósinu í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Aftur missti Hörður Björgvin Magnússon af leik hjá Panathinaikos og aftur tapaði toppliðið fyrir Sverri Inga Sverrissyni og félögum í PAOK.

Markasúpa þegar Juventus og Atalanta gerðu jafntefli
Juventus og Atalanta gerðu 3-3 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Spánarmeistararnir halda í við Börsunga
Real Madríd vann 2-0 sigur á Athletic Bilbao í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Man United á toppinn eftir að leikjum Chelsea og Arsenal var frestað
Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta þar sem leikjum bæði Chelsea og Arsenal var frestað í dag.

Pedri hetja Barcelona
Pedri sá til þess að Barcelona jók forystu sína á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Nketiah hetja Arsenal gegn Man United
Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Hvorki Anna Björk né Margrét í sigurliði
Tveir íslenskir varnarmenn komu við sögu í leikjum dagsins í Serie A kvenna, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn er Inter gerði jafntefli og Margrét Árnadóttir kom inn af bekknum þegar Parma tapaði.

Håland reimaði á sig markaskóna
Erling Braut Håland skoraði öll þrjú mörk Manchester City þegar liðið vann Úlfana 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fjórða þrenna framherjans í deildinni.

Dagný og stöllur fengu skell í Bítlaborginni
Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham máttu þola 3-0 tap er liðið heimsótti Everton í ensku Ofurdeildinni í fótbolta í dag.

Völlurinn frosinn og leikur Chelsea og Liverpool flautaður af
Það voru aðeins rúmar sex mínútur liðnar af leik Chelsea og Liverpool í ensku Ofurdeildinni þegar flauta þurfti leikinn af. Hættulegar aðstæður sköpuðust fyrir leikmenn og aðra þátttakendur leiksins þar sem völlurinn var frosinn.

Fullyrðir að Conte yfirgefi Tottenham eftir tímabilið
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, mun yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans rennur út.

Lampard óttast ekki að verða rekinn
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, segist ekki óttast það að verða rekinn eftir enn eitt tap liðsins í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton mátti þola 2-0 tap gegn West Ham í fallbaráttuslag og liðið er án sigurs í deildinni síðan í október á síðasta ári.