Fleiri fréttir

West Ham vann falls­laginn | Fergu­son bjargað stigi fyrir Brig­hton

West Ham United vann 2-0 sigur á Everton í einum af fjórum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni sem hófst klukkan 15.00. Brighton & Hove Albion gerði 2-2 jafntefli við Leicester City á útivelli, Bournemouth og Nottingham Forest gerðu 1-1 jafntefli á meðan Aston Villa vann 1-0 útisigur á Southampton.

Hjörtur og félagar misstu frá sér sigurinn í uppbótartíma

Hjörtur Hemannsson og félagar hans í Pisa þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Como í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag. Gestirnir voru með unninn leik í höndunum en misstu frá sér tvö stig á ögurstundu.

Markalaust í þúsundasta leik Klopps

Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag, í þúsundasta leik Jürgens Klopp sem knattspyrnustjóri. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar á fyrri hluta tímabils og eru því líklega bæði ósátt með úrslitin.

Manchester United vill fá Kane í sumar

Nú þegar Harry Kane, stjörnuframherji Tottenham Hotspur, nálgast sitt seinasta samningsár hjá félaginu fara hin ýmsu félög að hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja krækja í þennan markahæsta landsliðsmann Englands frá upphafi.

Juventus áfrýjar fimmtán stiga refsingunni

Ítalska stórveldið Juventus hefur áfrýjað ákvörðun ítalska knattspyrnusambandsins um að fimmtán stig skuli dregin af liðinu fyrir brot á félagsskiptareglum.

Vialli kvaddur, Napoli best í Evrópu og þjálfari rekinn í tvo daga

Mínútuþagnirnar fyrir leiki hafa verið svo margar í ítölsku deildinni eftir að nýtt ár gekk í garð að það liggur við að þær nái saman heilum fótboltaleik að lengd. Tilefnið hefur enda verið fráfall eins dáðasta sonar – og föður – ítalska boltans, Gianluca Vialli. Mannsins sem komist hefur næst því að tengja saman knattspyrnuheimana England og Ítalíu.

Adam hafði val og valdi Val

Adam Ægir Pálsson, stoðsendingakóngur síðustu leiktíðar í Bestu deildinni í fótbolta, er genginn í raðir Vals eftir að hafa síðast verið samningsbundinn Víkingum.

Félög á Íslandi samið um að óléttar konur fái ekki greitt

Í ljósi áfangans sem Sara Björk Gunnarsdóttir náði með því að vinna mál gegn franska félaginu Lyon, vegna vangoldinna launa þegar hún var barnshafandi, hafa Leikmannasamtök Íslands bent á að dæmi séu um að íslensk íþróttafélög neiti að greiða laun til óléttra leikmanna.

Cardiff reyndi að kaupa tryggingu daginn eftir að Sala lést

Enska knattspyrnufélagið Cardiff reyndi að taka út tryggingu upp á tuttugu milljónir punda, eða rúmlega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna, fyrir Emiliano Sala, daginn eftir að argentínski framherjinn lést í flugslysi.

Öruggir sigrar hjá Fram og Val

Fram og Valur unnu afar örugga sigra er liðin mættu til leiks í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í kvöld. Valsmenn unnu 3-0 sigur gegn Leikni og Fram vann 5-1 sigur gegn Fjölni.

Tímabilið búið hjá Jóni Daða

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikur ekki meira með Bolton Wanderers í ensku C-deildinni á tímabilinu. Selfyssingurinn er á leið í aðgerð á ökkla og því er tímabilinu lokið hjá framherjanum.

Messi og Ronaldo skoruðu báðir í níu marka stjörnuleik

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi mættust enn eina ferðina er stjörnuprýtt lið Paris Saint-Germain heimsótti sameinað stjörnulið Al-Hilal og Al-Nassr í vináttuleik í kvöld. Þessir tveir bestu knattspyrnumenn heims síðustu ára skorðu báðir í leiknum sem endaði með 5-4 sigri PSG.

Heimsku­legt og gert í al­gjöru hugsunar­leysi

Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 

Brann vill fá Aron Elís

Norska úrvalsdeildarliðið Brann hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Aroni Elísi Þrándarsyni.

Lyon þurfti að borga Söru Björk 12,7 milljónir króna plús vexti

Sigur íslensku knattspyrnukonunnar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli hennar gegn fyrrverandi félagi hennar, Lyon, er að flestra mati tímamótasigur í réttindum leikmanna um fæðingarorlof og hefur vakið mikla athygli í erlendum miðlum sem og hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir