Fleiri fréttir

Ristin brotin og Tryggvi úr leik

Tryggvi Hrafn Haraldsson, knattspyrnumaður úr Val, vonast til að vera farinn að æfa og geta mögulega spilað fyrsta leik liðsins í Bestu deildinni í vor þrátt fyrir að hafa ristarbrotnað á dögunum.

Rúnar og félagar úr leik eftir tap gegn toppliðinu

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Alanyaspor eru úr leik í tyrknesku bikarkeppninni í fótbolta eftir að liðið tapaði 2-1 gegn toppliði tyrknesku úrvalsdeildarinnar Galatasaray í kvöld.

Jón Dagur skoraði í grátlegu jafntefli

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark OH Leuven er liðið þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Eupen í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu.

Með tvo ólöglega leikmenn en sigurinn stendur

Íslandsmeistarar Vals unnu 13-0 sigur gegn Fram í fyrsta leiknum í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta síðastliðinn föstudag. Sigurinn stendur, þrátt fyrir að Valur hafi teflt fram tveimur ólöglegum leikmönnum.

KSÍ styður Norrænu EM-umsóknina

Knattspyrnusamband Íslands styður sameiginlega umsókn Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um að halda EM kvenna eftir tvö ár.

FH nælir í varnarmann úr Breiðholti

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er genginn í raðir FH frá Leikni R. og mun því halda áfram að spila í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð.

Drepinn af hundunum sínum

Fótboltasamfélagið í Sambíu hefur síðustu daga syrgt fyrrverandi landsliðsframherjann Philemon Mulala sem lést eftir að hundarnir hans réðust á hann. Hann var sextugur að aldri.

Mikael Egill á förum frá Spezia

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson er á förum frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Spezia á næstu dögum. Mikael Egill var hvergi sjáanlegur þegar Spezia lagði Torino 1-0 á útivelli í gær, sunnudag.

Sjáðu hvernig táningurinn kláraði Real Madrid

Hinn átján ára gamli Pablo Martín Páez Gavira, eða Gavi eins og hann er oftast kallaður, átti sannkallaðan stórleik þegar Barcelona vann í gær sinn fyrsta titil undir stjórn Xavi.

Stór hluti af Mudryk-peningunum fer til úkraínska hersins

Forseti Shakhtar Donetsk, Rinat Akhmetov, hefur greint frá því að stór hluti upphæðarinnar sem félagið fékk frá Chelsea fyrir Mykhalo Mudryk renni til úkraínska hersins og hans baráttu hans við innrásarlið Rússa.

Neville segir að Arsenal endi ekki sem meistarar

Arsenal er með átta stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni nú þegar mótið er um það bil hálfnað. Gary Neville er á því að Arsenal muni fatast flugið og enda fyrir neðan bæði liðin frá Manchester.

Mudryk búinn að semja við Chelsea til ársins 2031

Chelsea staðfesti í dag kaupin á Mykhailo Mudryk og var hann kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins í hálfleik í leiknum gegn Crystal Palace í dag. Mudryk er fimmti leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í janúar.

Atletico Madrid tapaði stigum

Atletico Madrid tapaði dýrmætum stigum í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Almeria á útivelli.

Þrír útisigrar á Ítalíu

Þrír leikir eru búnir í Serie A í dag og hafa þeir allir unnist á útivelli. Lazio hangir með í pakka þeirra liða sem elta topplið Napoli.

Manchester United valtaði yfir Liverpool

María Þórisdóttir kom inná sem varamaður á 70. mínútu þegar lið hennar, Manchester United, sigraði Liverpool með sex mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna í dag. 

Willum Þór setti boltann í eigið net

Willum Þór Willumsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar lið hans Go Ahead Eagles gerði 2-2 jafntefli við Utrecht í hollensku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Arsenal beinir sjónum sínum að Raphinha

Edu Gaspar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, hefur haft sambandið við Dece, umboðsmann brasilíska framherjans Raphinha, sem er á mála hjá Barcelona, með vistaskipti leikmannsins í huga.

Sjá næstu 50 fréttir