Fleiri fréttir

Fiskaði víti og kallaður snillingur
Meðlimur nefndar sem greinir alla leiki á HM í Katar fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hrósar Cristiano Ronaldo og segir portúgalska framherjann með snilligáfu. Ástæðan er hvernig Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í 3-2 sigir Portúgals á Gana.

Ástralía lætur sig dreyma eftir sigur á Túnis
Ástralía vann 1-0 sigur á Túnis í fyrsta leik dagsins á HM í Katar. Sigurinn þýðir að Ástralía á enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Felix vill yfirgefa Madríd
Portúgalski landsliðsmaðurinn João Félix hefur fengið nóg af bekkjarsetunni hjá Atlético Madríd og vill yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Southgate hrósaði hugarfarinu og segir liðið í góðri stöðu
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, talaði lið sitt upp eftir frekar dapra frammistöðu í markalausu jafntefli liðsins gegn Bandaríkjunum á HM í Katar. Southgate var sérstaklega sáttur með varnarleik sinna manna.

Englendingar með annan fótinn í 16-liða úrslit þrátt fyrir töpuð stig
England er komið með annan fótinn í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum í kvöld.

Brassar verða án Neymar út riðlakeppnina
Brasilíska landsliðið í knattspyrnu þarf að sætta sig við það að leika án sinnar stærstu stjörnu það sem eftir lifir riðlakeppninnar á HM sem nú fer fram í Katar. Neymar þurfti að fara meiddur af velli í sigri liðsins gegn Serbíu í gær og nú er ljóst að hann missir af næstu tveimur leikjum liðsins.

Allt jafnt í toppslag A-riðils
Holland og Ekvador skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu 1-1 jafntefli í annarri umferð riðlakeppni HM í dag. Liðin eru nú jöfn á toppi A-riðils með fjögur stig hvort og nákvæmlega sömu markatölu.

Sjáðu þrumuræðu Renards sem kveikti í Sádum
Hervé Renard, þjálfari sádí-arabíska fótboltalandsliðsins, vann heldur betur fyrir kaupinu sínu í hálfleik í leiknum gegn Argentínu á HM 2022. Sádar voru 1-0 undir í hálfleik en þrumuræða Renards kveikti heldur betur í þeim og þeir skoruðu tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og tryggði sér sigurinn.

Arnór Sveinn aftur heim
Íslandsmeistarar Breiðabliks halda áfram að þétta raðirnar og hafa fengið Arnór Svein Aðalsteinsson aftur heim frá KR.

Senegal gerði út um drauma heimamanna
Gestgjafar Katar eru svo gott sem úr leik á HM karla í fótbolta eftir að hafa tapað 3-1 gegn Senegal í A-riðli mótsins í dag.

Einar Karl til Grindavíkur
Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk í Lengjudeild karla því Einar Karl Ingvarsson er genginn í raðir liðsins.

Hoppar yfir Bestu deildina og út í atvinnumennsku eins og Eyjólfur Sverris
Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson tekur nú risastökk á sínum ferli með því að gerast atvinnumaður hjá norska félaginu Haugesund.

Íran uppskar í blálokin gegn tíu Walesverjum
Íran á fína möguleika á að komast í 16-liða úrslit á HM karla í fótbolta eftir að hafa skorað tvö mörk seint í uppbótartíma og unnið Wales, 2-0, í B-riðli.

Öryggisverðir tóku treyju með nafni Masha Amini af stuðningsmanni Írans
Öryggisverðir á leik Wales og Írans á HM 2022 fjarlægðu treyju stuðningsmanns íranska liðsins með nafni Masha Amini.

Fjölskylda Katie Meyer stefnir Stanford skólanum vegna dauða hennar
Knattspyrnukonan Katie Meyer framdi sjálfsmorð síðasta vor og nú heldur fjölskylda hennar því fram að Stanford skólinn eigi mikla sök á því hvernig fór.

Messi „horfði“ á Ronaldo fagna sögulegu marki
Cristiano Ronaldo náði mögnuðu afreki i gær þegar hann varð fyrsti karlmaðurinn í sögunni til að skora á fimm mismunandi heimsmeistaramótum.

Klára Eystrasaltshringinn í janúar
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur tvo vináttulandsleiki á Algarve á Spáni í janúar. Ísland mætir Eistlandi 8. janúar og Svíþjóð fjórum dögum síðar.

Klopp fær meiri völd hjá Liverpool
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær að hafa meira um það að segja hvaða leikmenn félagið kaupir eftir að Julian Ward hættir störfum.

Matthías vildi finna gleðina aftur í fótboltanum: Sóknarbolti Víkings heillaði
Ein af stærstu félagsskiptunum eftir tímabilið var þegar Víkingar kræktu í reynsluboltann og fyrirliða FH-liðsins, Matthías Vilhjálmsson.

Neymar drama á varamannabekk Brassana
Það fer ekki fram heimsmeistarakeppni í fótbolta án þess að Brasilíumenn skelli sér á fulla ferð í Neymar rússíbananum.

FIFA gefur sig undan pressunni: Regnbogalitir leyfðir í stúkunni
Alþjóða knattspyrnusambandið hafði bannað alla regnbogaliti í stúkunni á heimsmeistaramótinu í Katar en sambandið virðist nú vera að bakka með það rugl. FIFA hefur nú í raun viðurkennt tap í baráttu sinni gegn regnbogalitunum.

Segir að yfirvöld í Sádi-Arabíu styðji kaup á Manchester United og Liverpool
Prins Abdulaziz bin Turki Al Faisal, íþróttamálaráðherra Sádi-Arabíu, segir að yfirvöld þar í landi séu klárlega tilbúin að styðja við þarlenda einkaaðila sem gætu ætlað sér að bjóða í ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Manchester United.

Kane klár í slaginn og Englendingar geta andað léttar
Stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu geta andað léttar eftir að þjálfari liðsins, Gareth Southgate, tilkynnti að framherjinn og fyrirliðinn Harry Kane yrði klár í slaginn er liðið mætir Bandaríkjunum á HM í Katar annað kvöld.

Guðrún og stöllur máttu þola tap í Portúgal
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Rosengård máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti Benfica í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Richarlison stal senunni er Brassar yfirspiluðu Serba
Brasilíumenn sýndu sambatakta er liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Serbíu í fyrsta leik liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. Það var þó framherji liðsins, Richarlison, sem stal senunni, en hann skoraði bæði mörk leiksins.

Glódís og stöllur fengu skell í Meistaradeildinni
Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern München er liðið heimsótti Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Heimakonur í Barcelona unnu öruggan 3-0 sigur og sitja nú einar á toppi D-riðils.

Ronaldo fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano ROnaldo varð í dag sá fyrsti í sögunni til að skora á fimm mismunandi heimsmeistaramótum. Ronaldo skoraði fyrsta mark Portúgal er liðið vann 3-2 sigur gegn Gana.

Ganverjar bitu frá sér en Portúgal tók stigin þrjú
Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu höfðu betur í sínum fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Katar er liðið vann 3-2 sigur gegn Gana í fjörugum leik þar sem öll fimm mörkin voru skoruð í síðari hálfleik.

53 betri markaár hjá karlalandsliðinu heldur en árið í ár
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skoraði minna en mark í leik á árinu 2022 sem er eitt það lélegasta í sögu landsliðsins.

Íranskur landsliðsmaður handtekinn eftir æfingu
Voria Ghafouri, landsliðsmaður Írans í fótbolta, hefur verið handtekinn, sakaður um að dreifa „áróðri“ gegn íranska ríkinu.

Úrúgvæ með tvö stangarskot en engin mörk gegn Suður-Kóreu
Fjórða markalausa jafntefli heimsmeistaramótsins í Katar leit dagsins ljós þegar Úrúgvæ og Suður-Kórea áttust við í H-riðli. Fátt var um fína drætti í leiknum þar sem bæði lið settu öryggið á oddinn.

Fjarlægði hurðina á heimilinu í fagnaðarlátunum
Sádí Arabar unnu einn óvæntasta sigurinn í sögu heimsmeistaramótsins þegar þeir komu til baka á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Katar.

Tryggði Sviss sigur en neitaði að fagna
Svisslendingar hafa ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 1966 og það breyttist ekki í dag þegar þeir unnu kærkominn 1-0 sigur gegn Kamerún í hinum sterka G-riðli á HM karla í fótbolta í Katar.

Danska stórstjarnan missti mömmu sína
Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim fékk mjög slæmar fréttir til Katar þar sem hún er stödd í Katar sem sendiherra heimsmeistaramótsins.

Fyrrverandi dýrasti leikmaður Liverpool látinn
Liverpool missti einn úr fjölskyldunni í gær. David Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann var 71 árs gamall.

Leikmaður Bandaríkjanna fór út að borða í Katar með forseta Líberíu
Hún var skemmtileg myndin sem kom inn á samfélagsmiðla eftir leik Bandaríkjanna og Wales á heimsmeistaramótinu í Katar. Leiknum endaði með 1-1 jafntefli eftir að Gareth Bale jafnaði úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.

Blikar kræktu í góðan bita úr Laugardal
Breiðablik hefur fengið til sín hina nítján ára gömlu Andreu Rut Bjarnadóttur frá Þrótti R., sem þrátt fyrir ungan aldur var að ljúka sinni þriðju heilu leiktíð í efstu deild.

Glazer-fjölskyldan sögð vilja fá yfir þúsund milljarða fyrir Man United
Eigendur Manchester United ætla sér að setja nýtt heimsmet ef þeir selja félagið en það kom fram í vikunni að United væri til sölu.

Belgíski ráðherrann mætti með fyrirliðabandið og lét forseta FIFA heyra það
Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins virtist fá orð í eyra í heiðursstúkunni á leik Beglíu og Kanada á heimsmeistaramótinu í Katar í gær.

Íslandsvinurinn Ratcliffe mun bjóða í Man United
Hinn moldríki Sir Jim Ratcliffe hefur á lífsleiðinni keypt margar jarðir hér á landi og stefnir nú á að kaupa Manchester United.

Danmörk vill segja sig úr FIFA og KSÍ endurskoðar stuðning sinn við Infantino
Það gustar verulega um Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA vegna heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Katar. Danmörk íhugar að segja sig úr FIFA og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir að sambandið ætli að endurskoða stuðning sinn við Gianni Infantino, forseta FIFA.

Þriðji yngsti frá upphafi
Spánverjinn Gavi varð í dag þriðji yngsti markaskorari í sögu HM í fótbolta. Aðeins Manuel Rosa og Pelé voru yngri þegar þeir skoruðu sín fyrstu mörk á HM.

Sveindís Jane lék í jafntefli á meðan Berglind Björg sat á bekknum í stórsigri
Alls fóru fjórir leikir fram í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat allan tímann á bekknum í 5-0 sigri París Saint-Germain en Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði síðari hálfleikinn í 1-1 jafntefli Wolfsburg í Róm.

Belgía marði Kanada
Þó Belgía sé sem stendur í 2. sæti heimslista FIFA þá átti liðið í stökustu vandræðum gegn Kanada þegar liðin mættust á HM í fótbolta í kvöld. Það var ekki að sjá að Kanada væri á sínu fyrsta HM í 36 ár á meðan Belgía nældi í brons á síðasta móti.

Vertonghen segir að leikmönnum sé „stjórnað“ í Katar
Jan Vertonghen, leikmaður belgíska landsliðsins, segir að leikmönnum sé „stjórnað“ á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar.