Fleiri fréttir

Heyrði fyrst af áhuga Bayern eftir stærðfræðipróf í háskólanum

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk sannkallaða draumabyrjun með þýska stórliðinu Bayern München í fyrradag. Hún kann afar vel við sig hjá liðinu og er búin að koma sér vel fyrir í München þótt hún viðurkenni að það hafi verið krefjandi að flytja að heiman og til stórborgarinnar.

Er Mane að forðast vítin því Salah tekur þau?

Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool og nú spekingur, er með áhugaverða kenningu um framherjamálin hjá Liverpool. Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð, er liðið tapaði 0-1 gegn Chelsea á Anfield í kvöld.

„Verðirnir eru búnir að læra að halda kjafti“

Það fauk í Niels Frederiksen, þjálfara Brøndby, eftir leik gegn FC Nordsjælland í síðasta mánuði. Brøndby er meðal annars að berjast við FC Midtjylland á toppi deildarinnar og verðirnir á heimavelli FC Nordsjælland sögðu leikmönnum Brøndby að Midtjylland hefði tapað rétt fyrir leik Bröndby og Nordsjælland.

Sagði rifrildi Maguire og Ras­h­ford já­kvæð

Marcus Rashford og Harry Maguire, leikmenn Manchester United, lenti saman í leik Man. United gegn Crystal Palace á dögunum. Dimitar Berbatov, fyrrum framherji United, segir þetta jákvætt.

Stórsigrar hjá Víkingi og Val

Það var nóg um að vera í A-deild Lengjubikars karla og kvenna í kvöld. Alls litu 29 mörk dagsins ljós í A-deildinni.

Reglum um hendi breytt

Mark sem er skorað eftir að boltinn fer óvart í hönd sóknarmanns í aðdraganda marksins verður ekki lengur dæmt ógilt. Þetta staðfestir IFAB, eða International Football Association Board. 

Klopp, Solskjaer og Guardiola hafa áhyggjur af sóttkví leikmanna

Nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni hafa áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í 10 daga sóttkví eftir komandi landsleikjahlé. Meðal þeirra eru Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, Pep Guardiola, þjálfari Manchester City og Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United.

„Fótboltaáhugamenn á Íslandi halda með Rúnari Alex“

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þeir ræddu meðal annars íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og þá sérstaklega markmannsstöðuna.

Marek Hamsik á leið til Gautaborgar

Marek Hamsik, fyrirliði slóvakíska landsliðsins og leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Napoli, er við það að ganga í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Gautaborgar.

Böðvar leitar sér að nýju liði

Böðvar Böðvarsson hefur rift samningi sínum við pólska úrvalsdeildarliðið Jagiellonia Bialystok. Hann leitar sér nú að nýju liði.

Klopp segir tap kvöldsins mikið á­fall

Það var þungt hljóðið í Jürgen Klopp – þjálfara Englandsmeistara Liverpool – eftir fimmta tap liðsins í röð á Anfield. Að þessu sinni var það Chelsea sem fór með þrjú stig heim frá Liverpool-borg, lokatölur 0-1 þökk sé sigurmarki Mason Mount.

Totten­ham slapp með skrekkinn gegn Ful­ham

Tottenham Hotspur vann 1-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eina mark leiksins kom eftir að Dele Alli – sem byrjaði leikinn óvænt – átti skot sem fór í Tosin Adarabioyo, varnarmann Fulham.

Timo Werner viss um að mörkin fari að koma

Timo Werner gekk til liðs við Chelsea frá RB Leipzig seinasta sumar fyrir 53 milljónir punda. Þessi þýski sóknarmaður sem skoraði 28 mörk í 34 leikjum fyrir Leipzig á seinasta tímabili, en hefur nú aðeins skorað fimm mörk í 25 leikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Sara Björk kom inná í sigri Lyon

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði seinasta hálftíman í 2-0 sigri Lyon gegn Brøndby í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lyon var mun sterkari aðilinn og sigurinn verðskuldaður.

Solskjær sendi De Gea í fæðingarorlof

David de Gea, markvörður Manchester United, er farinn til Spánar en eiginkona hans, poppstjarnan Edurne, á von á þeirra fyrsta barni. Dean Henderson verður því í marki United í næstu leikjum.

„Áfall fyrir Guðna að koma tillögunni ekki í gegn"

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þar var meðal annars rætt um þau vonbrigði íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar að geta ekki sæst á eina leið til að fjölga leikjum í efstu deild á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir