Fleiri fréttir

Annar titill kominn hjá Guðbjörgu

Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar hennar í Turbine Potsdam unnu sinn annan titil á skömmum tíma í innanhússknattspyrnu um helgina.

Baines skrifaði undir nýjan samning

Svo virðist sem að Leighton Baines verði um kyrrt í herbúðum Everton en hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í dag.

Barcelona á toppinn á ný

Barcelona lagði Malaga 3-0 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Barcelona var 1-0 yfir í hálfleik.

Ótrúlegt klúður hjá Darren Bent | Myndband

Enski framherjinn Darren Bent fór heldur betur illa að ráði sínu í 1-1 jafntefli Fulham gegn Sheffield United í fjórðu umferð enska bikarsins í knattspyrnu í dag.

Blaszczykowski með slitið krossband

KantmaðurinnJakub Blaszczykowski hjá þýska stórliðinu Borussia Dortmund tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann sé með slitið krossband en hann meiddist á hægra hné í 2-2 jafntefli gegn Ausburg í gær.

Kolbeinn byrjaði í sigri Ajax

Ajax marði 1-0 sigur á Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax sem náði tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar með sigrinum.

Blanc kennir vellinum um töpuð stig

Laurent Blanc þjálfari franska stórliðsins Paris Saint-Germain var allt annað en sáttur við grasið á Stade du Roudourou vellinum í gær þegar PSG náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Guingamp á útivelli.

Chelsea áfram í bikarnum

Chelsea er komið í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Stoke á heimavelli í dag. Yfirburðir Chelsea voru miklir í leiknum hefði getað verið mun öruggari.

Moyes reiknar ekki með frekari kaupum í janúar

David Moyes knattspyrnustjóri Manchester United reiknar ekki með að félagið kaupi fleiri leikmenn í janúar eftir að liðið gekk frá kaupunum á Juan Mata frá Chelsea í gær fyrir metfé.

„Ég veit að verðmiðinn er hár“

Spánverjinn Juan Mata skrifaði í kvöld undir samning við Englandsmeistara Manchester United. Hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins en kaupverðið er 37,1 milljón punda.

Agüero kom sínum mönnum til bjargar

Stórlið Manchester City lenti í miklu basli í fjórðu umferð enska bikarsins gegn Watford. Sergio Agüero skoraði þrennu á hálftíma og skaut liðinu í fimmtu umferðina.

Everton ekki eftirbátur Liverpool

Tvö mörk Steven Naismith á fyrsta hálftímanum gerði Everton auðvelt fyrir í 4-0 sigri á Stevenage í enska bikarnum í dag.

West Ham fær liðsstyrk frá AC Milan

Ítalarnir Antonio Nocerino og Marco Borriello eru við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham frá ítalska stórliðinu AC Milan.

Real Madrid í toppsætið í bili

Cristiano Ronaldo og Karim Benzema voru á skotskónum þegar Real Madrid vann 2-0 heimasigur á Granada í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Aron Einar og félagar fóru áfram

Enska úrvalsdeildarfélagið Cardiff vann 1-0 baráttusigur á Bolton Wanderers í fjórðu umferð enska bikarsins í knattspyrnu í dag.

Mata mættur til Manchester

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, var mættur til þess að taka á móti Spánverjanum sem ferðaðist frá London í þyrlu í dag.

United samþykkir kaupverðið á Mata

Manchester United staðfesti í kvöld að félagið hafi komist að samkomulagi við Chelsea um kaup á Spánverjanum Juan Mata fyrir 40 milljónir punda - um sjö og hálfan milljarð króna.

Bayern heldur uppteknum hætti

Þýski boltinn byrjaði að rúlla á nýjan leik í kvöld en meistarar Bayern München unnu þá 2-0 sigur á Gladbach á útivelli.

Drekarnir fyrstir til að vinna toppliðið

Hlynur Bæringsson var með tröllatvennu þegar að Sundsvall Dragons varð fyrsta liða í sænsku úrvalsdeildinni til að leggja Borås Basket að velli þetta tímabilið.

Þór/KA sækir markvörð alla leið til Suður-Afríku

Þór/KA hefur samið við þrjá erlenda leikmenn fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild kvenna. Það kemur fram á heimasíðu félagsins að Kayla Grímsley og Tahnai Annis leiki báðar áfram með liðinu auk þess að Þór/KA hefur fengið til sín suður-afríska landsliðsmarkvörðinn Roxanne Barker.

Sir Alex ráðinn í vinnu hjá UEFA

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, er kominn í vinnu hjá evrópska knattspyrnusambandinu en Skotinn hefur verið útnefndur þjálfara-sendiherra UEFA.

Mourinho: Gott fyrir Juan og gott fyrir ensku úrvalsdeildina

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tjáði sig um söluna á Juan Mata frá Chelsea til Manchester United á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar. Jose Mourinho var í góðu skapi á fundinum og var ánægður með þann pening sem Chelsea fékk fyrir Mata.

Hundraðasti sigurleikur Rúnars sem þjálfari KR

Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í fótboltanum, fagnaði í gær sínum hundraðasta sigri sem þjálfari KR-liðsins þegar liðið vann 3-2 sigur á Fram í Reykjavíkurmótinu í fótbolta en þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Pitbull flytur HM-lagið með Jennifer Lopez

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í dag að We Are One (Ola Ola) í flutningi þeirra Pitbull og Jennifer Lopez verði opinbert lag HM 2014 í Brasilíu.

Mirror: Terry fer líklega í sumar

Enska dagblaðið Mirror fullyrðir í kvöld að John Terry muni yfirgefa herbúðir Chelsea þegar að samningur hans rennur út í lok tímabilsins.

Anelka neitar sök

Frakkinn Nicolas Anelka hefur svarað kæru enska knattspyrnusambandsins sem kærði hann fyrir ósæmilega hegðun í leik með West Brom á dögunum.

Falcao ekki búinn að útiloka HM

Radamel Falcao segist þrátt fyrir allt vera vongóður um að hann geti spilað með Kólumbíu á HM í Brasilíu í sumar.

Forseti Barcelona sagði af sér

Sandro Rosell, forseti Barcelona, sagði í kvöld af sér í tengslum við lögsókn vegna kaupa félagsins á Brasilíumanninum Neymar

Bjarni tapaði fyrir gömlu félögunum

Bjarni Guðjónsson og lærisveinar hans í Fram urðu að játa sig sigraða gegn Íslandsmeisturum KR, 3-2, í Reykjavíkurmótinu í kvöld.

Zaha á leið til Cardiff

Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að sóknarmaðurinn Wilfried Zaha verði lánaður frá Manchester United til Cardiff City.

Redknapp horfði á Kolbein spila í bikarnum

Hollenskir fjölmiðlar greina frá því að Harry Redknapp, stjóri enska B-deildarliðsins QPR, hafi verið á Amsterdam Arena í gær til að fylgjast með Kolbeini Sigþórssyni spila.

Chelsea keypti egypskan miðjumann

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea festi í dag kaup á egypska miðjumanninum Mohamed Salah frá svissneska félaginu Basel.

Sjá næstu 50 fréttir