Enski boltinn

Anelka neitar sök

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anelka framkvæmir kveðjuna umdeildu.
Anelka framkvæmir kveðjuna umdeildu. Vísir/Getty
Frakkinn Nicolas Anelka hefur svarað kæru enska knattspyrnusambandsins sem kærði hann fyrir ósæmilega hegðun í leik með West Brom á dögunum.

Anelka fagnaði marki sem hann skoraði í leik gegn West Ham í lok síðasta mánaðar með því að líkja eftir nasistakveðju. Það gerði hann í því skyni að styðja baráttu fransks grínista við frönsk stjórnvöld.

Verði Anelka fundinn sekur á hann yfir höfði sér að minnsta kosti fimm leikja bann en hann ákvað að neita kærunni í dag. „Ég er hvorki gyðingahatari né haldinn kynþáttafordómum,“ skrifaði Anelka á Facebook-síðuna sína. „Ég bið því enska knattspyrnusambandið um að draga kæruna til baka.“

Málið verður formlega tekið fyrir í náinni framtíð og fær Anelka þá tækifæri til að tala sínu máli.


Tengdar fréttir

Anelka gæti fengið fimm leikja bann

Nicolas Anelka, leikmaður West Brom, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í lok síðasta mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×