Fleiri fréttir

Þjóðverji myrti tvo Ítala vegna HM-rifrildis

Þýskur maður er sakaður um að myrða ítalskt par eftir að rifrildi vegna HM fór úr böndunum. Atvikið átti sér stað í Hannover í Þýskalandi en maðurinn náðist á spænsku eyjunni Mallorca.

Man. City býður aftur í James Milner

Manchester City ætlar að bjóða aftur í James Milner. Félagið bauð um 20 milljónir punda til Aston Villa en næsta boð mun hljóða upp á 24 milljónir.

Xavi: Ég vil að við njótum úrslitaleiksins

Nýr heimsmeistari verður krýndur á sunnudaginn þegar Spánverjar mæta Hollendingum. Miðjumaðurinn Xavi segist vonast til þess að Spánverjar geti umfram allt notið úrslitaleiksins.

Del Bosque: Við spiluðum stórkostlega

Það kom fáséð bros á andlit spænska landsliðsþjálfarans, Vicente Del Bosque, eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í kvöld.

Löw: Okkur skorti hugrekki

Þýski landsliðsþjálfarinn, Joachim Löw, var auðmjúkur eftir tap hans manna gegn Spánverjum í kvöld. Hann sagði Spánverja einfaldlega hafa verið betri.

Xabi: Einu skrefi frá bikarnum

Miðjumaðurinn spænski, Xabi Alonso, var að vonum himinlifandi eftir sigurinn á Þjóðverjum í kvöld enda Spánverjar komnir í úrslit á HM í fyrsta skipti.

Lahm: Gríðarleg vonbrigði

Philipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja, var niðurbrotinn maður eftir tapið gegn Spánverjum í undanúrslitum HM í kvöld.

Man. Utd vill kaupa Sneijder frá Inter

Massimo Moratti, forseti Inter, hefur staðfest að Man. Utd sé á höttunum eftir Hollendingnum Wesley Sneijder sem fer þessa dagana á kostum með hollenska landsliðinu á HM.

Spánn leikur í fyrsta skipti til úrslita á HM

Varnarmaðurinn Carles Puyol skallaði Spánverja í úrslitaleikinn á HM í kvöld er Spánn lagði Þýskaland, 1-0. Mark Puyol var laglegur skalli á 73. mínútu. Þetta er í fyrsta skipti sem Spánn kemst í úrslit á HM en Spánverjar mæta Hollendingum í úrslitaleiknum.

Kuyt: Heimsbyggðin styður Holland

Hollendingurinn Dirk Kuyt er sannfærður um að hlutlausir knattspyrnuáhugamenn um allan heim muni styðja Holland í úrslitaleiknum á HM.

Rooney sleikir sárin á Barbados

Wayne Rooney er kominn í langþráð frí og ekki veitir honum af fríinu eftir vonbrigðin á HM þar sem hvorki hann né enska landsliðið komst í gang.

Torres á tréverkinu

Nú styttist í að undanúrslitaleikur Spánar og Þýskalands á HM hefjist. Fernando Torres þarf að sætta sig við að byrja undanúrslitaleikinn á tréverkinu.

Hodgson vill fá Ruiz til Liverpool

Enskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Liverpool, ætli sér að kaupa Bryan Ruiz frá FC Twente í Hollandi.

Tabarez stoltur af Úrúgvæ - Holland betra

Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, er stoltur af sínum mönnum. Liðið tapaði fyrir Hollandi í gær í frábærum leik í undanúrslitum HM og leikur um bronsið er næstur á dagskrá.

Arsenal kaupir varnarmann á 10 milljónir punda

Laurent Koscielny mun á næstu dögum fá atvinnuleyfi á Englandi og þá verður hann kynntur sem fyrstu kaup Arsene Wenger á varnarmanni til Arsenal í sumar. Hann er miðvörður og kaupverðið er 10 milljónir punda.

Freyr: Hef fulla trú á að við klárum mótið

„Við vissum fyrirfram að þetta yrði erfitt og þetta var mjög erfiður leikur, þetta eru hinsvegar mjög góð þrjú stig," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Valsstúlkna, eftir sigur þeirra í toppslag umferðarinnar þar sem Valur fór með 2-1 sigur á hólm gegn Breiðablik.

Jóhannes: Svekktar að fá ekkert út úr þessu

„Ég er afar stoltur af stelpunum mínum, þær gáfu allt í seinni hálfleikinn og með réttu hefðum við átt að fá stig út úr þessum leik," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Blikastúlkna, eftir 2-1 tap gegn Íslandsmeisturum Vals í sannkölluðum toppslag.

Sneijder: Einstakt að komast í úrslit á HM

"Þetta er algjörlega ótrúlegt. Þetta var virkilega erfiður leikur en ég er himinlifandi með sigurinn. Við gáfum fullmikið eftir í lokin og Úrúgvæ var ekki fjarri því að jafna," sagði Hollendingurinn Wesley Sneijder eftir leikinn í kvöld.

Umfjöllun: Valur lagði baráttuglaðar Blikastelpur

Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik.

Holland í úrslit á HM

Holland bókaði í kvöld farseðilinn í úrslitaleik HM í Suður-Afríku er liðið vann sanngjarnan sigur á Úrúgvæ, 3-2.

Torres og Messi rífast um bestu bresku hljómsveitina

Tónlist er eitthvað sem knattspyrnumenn nota til þess að koma sér í rétta gírinn fyrir leiki. Uppgötvun Lionel Messi á Oasis hefur vakið mikla athygli en nú hefur Fernando Torres ákveðið að taka þátt í rifrildinu um besta bresku hljómsveitina.

Jón Guðni í tveggja leikja bann

Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Fram, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna brottvísunar í leik gegn Val í gærkvöldi.

Maradona verður ekki rekinn

Julio Humberto Grondona, forseti argentínska knattspyrnusambandsins, hefur gefið það út að sambandið ætli sér ekki að reka Diego Maradona sem landsliðsþjálfara.

Sjá næstu 50 fréttir