Fótbolti

Lahm vill vera fyrirliði áfram þó að Ballack snúi aftur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Philipp Lahm sagði í samtali við þýska blaðið Bild í gær að hann vildi halda fyrirliðabandinu hjá Þjóðverjum, líka þegar Michael Ballack snýr aftur eftir meiðsli. Þetta hefur valdið miklu fjaðrafoki.

Margir gagnrýndu Lahm fyrir virðingarleysi og dómgreindarskort, að láta þetta út úr sér nokkrum klukkutímum fyrir leikinn mikilvæga gegn Spáni í kvöld.

Ballack yfirgaf þýska hótelið skömmu eftir að þetta birtist í blaðinu og benti það til ósættis. Það hefur þó verið slegið af borðinu af Þjóðverjum.

Joachim Löw landsliðsþjálfari sagði að ummæli Lahm hefðu ekki haft truflandi áhrif á liðið.

"Hann talaði af hreinskilni og sagði hvað honum finnst. Hann hefur notið þess að fá á sig aukna ábyrgð og hefur gert það frábærlega. En þjálfarinn ræður þessu," sagði Löw.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×