Fótbolti

Tabarez stoltur af Úrúgvæ - Holland betra

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tabarez tekur Forlán af velli í gær.
Tabarez tekur Forlán af velli í gær. AFP
Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, er stoltur af sínum mönnum. Liðið tapaði fyrir Hollandi í gær í frábærum leik í undanúrslitum HM og leikur um bronsið er næstur á dagskrá.

Úrúgvæ barðist hetjulega en náði ekki að jafna gegn Hollendingum.

"Ég er mjög stoltur af leikmönnunum mínum. Andstæðingurinn var betri en við þegar kom að því að skora mörk," sagði þjálfarinn.

"Við komumst mjög langt í mótinu, enginn bjóst við því, svo það hjálpar til í baráttunni við sorgina," sagði Tabarez.

Úrúgvæ komst í úrslitin á HM árið 1950 og varð heimsmeistari eftir sigur gegn Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×