Fótbolti

Holland vill mæta Þýskalandi og hefna fyrir 1974

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Frá fögnuði Hollendinga í gær.
Frá fögnuði Hollendinga í gær. AFP
Hollendingar vilja mæta Þjóðverjum í úrslitunum á HM og endurtaka þar með úrslitaleikinn frá 1974. Þá urðu Vestur-Þjóðverjar heimsmeistarar.

Johan Cruyff og félagar í liðinu þá komust yfir en töpuðu leiknum. Hollendingar vilja hefna fyrir þetta á HM í ár.

Henk Kesler, forseti hollenska knattspyrnusambandsins, sagði að hann vildi sjá Þjóðverja vinna Spán og "eyða skandalnum frá 1974."

Bert van Marwijk reynir þó að draga úr yfirlýsingum um hefnd. Hann man þó vel eftir leiknum árið 1974.

"Ég var enn að spila og leikurinn gegn Þjóðverjum var frábær. Við töpuðum en áttum að vinna. Kynslóðin var mögnuð og Cruyff var besti knattspyrnumaður sem ég sá nokkurntíman spila."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×