Enski boltinn

Man. Utd og City vilja fá Balotelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli fagnar hér sigri í Meistaradeildinni.
Balotelli fagnar hér sigri í Meistaradeildinni.

Bæði Manchesterliðin, United og City, eru á höttunum eftir ítalska framherjanum Mario Balotelli sem spilar með Inter.

Þessi 19 ára framherji þykir eiga bjarta framtíð fyrir sér í boltanum þó svo hann eigi við hegðunarvandamál að stríða og hafi sífellt lent í vandræðum með Jose Mourinho á síðustu leiktíð.

Man. City er þegar byrjað að bjóða í framherjann en forráðamenn Man. Utd hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til Inter að þeir séu til í að jafna öll tilboð City í leikmanninn.

Sjálfur segist Balotelli vilja vera áfram hjá Inter en hann hefur þó lýst yfir áhuga á að spila síðar á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×