Enski boltinn

Arsenal kaupir varnarmann á 10 milljónir punda

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Laurent Koscielny er hér til hægri.
Laurent Koscielny er hér til hægri. AFP
Laurent Koscielny mun á næstu dögum fá atvinnuleyfi á Englandi og þá verður hann kynntur sem fyrstu kaup Arsene Wenger æa varnarmanni til Arsenal í sumar. Hann er miðvörður og kaupverðið er 10 milljónir punda.

Koscielny sló í gegn í Frakklandi með Lorient en stutt er síðan hann lék með Tours í frönsku þriðju deildinni. Hann er 24 ára gamall.

Philippe Senderos er farinn til Fulham og þar sem bæði William Gallas og Mikael Silvestre eru samningslausir og væntanlega að fara frá félaginu var vörnin forgangsatriði hjá Wenger. Þá er óvíst hvort Sol Campbell verði áfram.

Koscielny spilar væntanlega með Thomas Vermaelen í miðvarðarstöðunni.

Arsenal hefur einnig verið orðað við Gary Cahill hjá Bolton og Brede Hangeland hjá Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×