Fleiri fréttir

United býður Rooney nýjan samning

Samkvæmt News of the world eru forráðamenn Manchester United að undirbúa nýjan samning sem þeir ætla að bjóða framherja liðsins Wayne Rooney.

Eggert fékk rautt gegn Rangers

Eggert Gunnþór Jónsson fékk að líta rauða spjaldið þegar Hearts tapaði 2-0 fyrir Glasgow Rangers í skoska boltanum. Eggert var rekinn í bað þegar sex mínútur voru eftir af leiknum.

Sol Campbell boðinn nýr samningur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hyggst nota þær 30 milljónir punda sem hann fær til leikmannakaupa í sumar. Þá mun félagið fara í viðræður við varnarmanninn Sol Campbell um framlengingu á samningi hans.

Úrvalsdeildarleikmaður borgar glæpaklíku

Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni borgar glæpaklíku í London 15 þúsund pund á þriggja mánaða fresti. Það eru um 3 milljónir íslenskra króna miðað við núverandi gengi.

Barcelona til Ítalíu með rútu vegna eldgossins?

Stjórn spænska knattspyrnufélagsins Barcelona hélt í kvöld neyðarfund vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugsamgöngur liggja víða niðri vegna gossins en Börsungar eiga leik á Ítalíu á þriðjudaginn.

Robben: Ég er enginn Messi

„Auðvitað er Messi betri. Hann er í sérflokki," sagði Arjen Robben í sjónvarpsviðtali eftir að hafa skorað þrennu í 7-0 slátrun FC Bayern gegn Hannover.

Ancelotti: Þetta er enn í okkar höndum - myndband

„Titillinn er enn í okkar höndum, við þurfum ekkert að vera hræddir. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Stoke," sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Chelsea, eftir tapið gegn Tottenham.

Leikmenn Tottenham fögnuðu marki Scholes

Eftir að hafa tapað fyrir Portsmouth í bikarnum hefur Tottenham náð tveimur sterkum sigurleikjum í vikunni. Liðið hefur svo sannarlega haft áhrif á titilbaráttu deildarinnar með því að vinna bæði Arsenal og Chelsea.

Gylfi með tvö í 6-0 sigri Reading

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö af mörkum Reading sem vann 6-0 stórsigur gegn Peterbrough í ensku 1. deildinni. Mörk Gylfa komu í sitthvorum hálfleiknum en það fyrra var úr vítaspyrnu.

Alfreð fótboltafróðastur í Pepsi-deildinni

Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki bar sigurorð af Daða Guðmundssyni úr Fram í úrslitaviðureigninni í spurningakeppni í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7.

Sjáðu markið hjá Scholes - myndband

Eftir alla leiki í ensku úrvalsdeildinni er að hægt að sjá það helsta hér á Vísi. Komnar eru inn svipmyndir úr grannaslag Manchester City og Manchester United.

Sir Alex: Scholes var maður leiksins

Sir Alex Ferguson hrósar Paul Scholes fyrir að halda titilvonum Manchester United á lífi. Scholes tryggði United sigur gegn grönnum sínum í City með marki í uppbótartíma.

Grétar í kapphlaup við tímann

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður frá í þrjár til fjórar vikur. Grétar sleit liðbönd í hné í tapi KR gegn Breiðabliki í Lengjabikarnum í gær.

Fer Buffon frá Juve í sumar?

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, gæti verið á förum frá liðinu í sumar. Juventus tapaði fyrir Inter í gær og gæti misst af sæti í Meistaradeild Evrópu.

Rooney í byrjunarliði United

Klukkan 11:45 verður flautað til leiks í Manchester í grannaslag City og United. Byrjunarliðin hafa verið opinberuð.

Blikar unnu KR-inga í kuldanum í Vesturbænum - fyrsta tap KR á árinu

Breiðablik vann 2-0 sigur á KR í Lengjubikar karla í kvöld en leikurinn fór fram á gervigrasvelli KR-inga í Frostaskjólinu. Blikar tóku þar með toppsætið í riðlinum af KR-liðinu en Vesturbæingar höfðu unnið fyrstu fimm leiki sína í Lengjubikarnum og ekki tapað leik á árinu 2010.

Tíu menn Juventus héldu ekki út á móti Inter

Inter Milan vann 2-0 sigur á Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og komust þar með aftur á topp deildarinnar. Inter hefur nú tveimur stigum meira en Roma sem á leik inni um helgina en Roma tók toppsætið af Inter í síðustu umferð.

Rífandi gangur í miðasölu HM

Það hefur verið brjálaður gangur í miðasölu heimsmeistaramótsins eftir að farið var að selja miða í kjörbúðum í Suður-Afríku. Langar biðraðir mynduðust þegar sala hófst og yfir 100 þúsund miðar rifnir úr hillunum.

Ashley Cole á tréverkinu á morgun

Ashley Cole, vinstri bakvörður Chelsea, verður á bekknum á morgun þegar liðið leikur gegn Tottenham. Cole hefur ekki leikið síðan hann ökklabrotnaði í 2-1 tapi gegn Everton í febrúar.

Kranjcar kominn í sumarfrí

Niko Kranjcar, miðjumaður Tottenham, er meiddur á ökkla og spilar ekki meira á tímabilinu. Kranjcar meiddist í tapi liðsins gegn Portsmouth í undanúrslitum bikarsins.

Paul Ince í fimm leikja bann

Paul Ince, knattspyrnustjóri MK Dons, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann. MK Dons, sem áður hét Wimbledon, er í tíunda sæti ensku C-deildarinnar.

Þjálfarar í viðtölum í miðjum leik?

Bandaríski íþróttarisinn ESPN mun frá og með næsta tímabili eiga sýningaréttinn á ensku FA bikarkeppninni. Fulltrúar stöðvarinnar munu funda með enska knattspyrnusambandinu í næstu viku.

Sir Alex: Rooney verður hér áfram

„Svona sögur fara af stað um þetta leyti á hverju ári. Wayne Rooney verður hér enn á næsta tímabili," segir Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.

Scholes tekur eitt ár í viðbót

Miðjumaðurinn Paul Scholes hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United og tekur því eitt tímabil til viðbótar með liðinu.

Vermaelen ekki meira með á tímabilinu

Belgíski varnarmaðurinn Thomas Vermaelen hefur heldur betur slegið í gegn hjá Arsenal í vetur. Hann hefur sýnt öflugan varnarleik ásamt því að vera iðinn við kolann upp við mark andstæðingana.

Lögreglan ræðir við Neville og Tevez

Lögreglan í Manchester mun gera allt sem hægt er til að grannaslagurinn í Manchester á morgun fari vel fram. Öryggisgæsla verður með mesta móti þegar City tekur á móti United.

Capello og Rooney á óskalista Real Madrid

The Sun þykist hafa heimildir fyrir því að spænska félagið Real Madrid vilji fá Fabio Capello til að taka við liðinu á nýjan leik. Þá sé það að undirbúa risatilboð í Wayne Rooney, sóknarmann Manchester United.

Sjá næstu 50 fréttir