Enski boltinn

Forysta Chelsea eitt stig eftir tap gegn Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tom Huddlestone og Deco í leiknum í dag.
Tom Huddlestone og Deco í leiknum í dag.

Tottenham heldur áfram að gleðja stuðningsmenn Manchester United. Liðið vann 2-1 sigur á Chelsea í síðdegisleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrr í vikunni vann Tottenham sigur á Arsenal og gerði þar með nánast út um titilvonir erkifjanda sinna.

Jermain Defoe kom Tottenham yfir úr vítaspyrnu á 15. mínútu í leiknum gegn Chelsea í dag. Vítið var dæmt eftir að boltinn fór í hendina á John Terry sem mótmælti dómnum lítið.

Rétt fyrir hálfleik bætti Gareth Bale við öðru marki og vonir Chelsea hurfu alveg á 67. mínútu. Terry fékk þá sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fyrra gula spjaldið hafði hann fengið þremur mínútum áður.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 78. mínútu. Frank Lampard náði að minnka muninn í uppbótartóma en lengra komust gestirnir ekki.

Chelsea er enn á toppnum með 77 stig en forysta liðsins er nú aðeins eitt stig. Manchester United hefur 76 stig í öðru sæti en þrjár umferðir eru eftir af deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×