Enski boltinn

Gylfi með tvö í 6-0 sigri Reading

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö af mörkum Reading sem vann 6-0 stórsigur gegn Peterbrough í ensku 1. deildinni. Mörk Gylfa komu í sitthvorum hálfleiknum en það fyrra var úr vítaspyrnu.

Brynjar Björn Gunnarsson lék síðustu tuttugu mínúturnar fyrir Reading sem situr í níunda sæti deildarinnar.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leiktímann þegar Coventry gerði 1-1 jafntefli við Preston á heimavelli. Coventry er í sextánda sæti.

Heiðar Helguson kom inn í upphafi seinni hálfleiks þegar Watford steinlá fyrir Leicester. Watford er í 20. sæti af 24 liðum deildarinnar.

Blackpool 3-1 Nottingham Forest

Coventry City 1-1 Preston North End

Derby County 1-1 Crystal Palace

Ipswich Town 1-1 Doncaster Rovers

Leicester City 4-1 Watford

Queens Park Rangers 0-1 Cardiff City

Reading 6-0 Peterborough United

Scunthorpe United 3-0 Bristol City

Swansea City 3-1 Barnsley






Fleiri fréttir

Sjá meira


×