Enski boltinn

Sir Alex: Scholes var maður leiksins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gary Neville var ekki að hata sigurinn í dag.
Gary Neville var ekki að hata sigurinn í dag.

Sir Alex Ferguson hrósar Paul Scholes fyrir að halda titilvonum Manchester United á lífi. Scholes tryggði United sigur gegn grönnum sínum í City með marki í uppbótartíma.

„Við hefðum verið í mjög erfiðri stöðu ef við hefðum ekki unnið. Mér fannst við klárlega eiga skilið að vinna leikinn, það er engin spurning. En mér fannst ekki vera mark á leiðinni," sagði Ferguson.

„Ég ákvað að færa Scholes framar og hann var maður leiksins. Hann var frábær. Ryan Giggs og Gary Neville voru líka mikilvægir fyrir okkur. Reynslan skiptir miklu máli á þessu stigi."

Gary Neville var einnig kampakátur. „Síðustu tvær vikur hafa ekki verið erfiðar. Scholesy hefur gefið okkur von. Ég vona bara að Tottenham geri okkur greiða gegn Chelsea. Þeir sýndu gegn Arsenal að þeir hafa flott lið," sagði Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×