Enski boltinn

Sir Alex: Rooney verður hér áfram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wayne Rooney í leik með enska landsliðinu.
Wayne Rooney í leik með enska landsliðinu.

„Svona sögur fara af stað um þetta leyti á hverju ári. Wayne Rooney verður hér enn á næsta tímabili," segir Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.

Rooney er orðaður við Real Madrid í The Sun og sagt að spænska liðið ætli að spreða 90 milljónum punda í leikmanninn.

Manchester United heimsækir granna sína í City á morgun. Carlos Tevez mætir þar sínum fyrrum félögum en hann hefur farið hamförum á leiktíðinni og raðað inn mörkum fyrir City. „Ég sé ekki eftir neinu. Lífið heldur áfram. Leikmenn koma og fara. Sumir standa sig en aðrir ekki. Ég neita því ekki að fyrra tímabil Tevez hjá okkur var mjög gott," segir Ferguson.

Ferguson segir þetta stærsta grannaslag þessara tveggja liða í langan tíma. „Venjulega hefur City ekki að neinu að keppa. Nú eru þeir að berjast um Evrópusæti og við að berjast um titilinn," segir sá gamli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×