Enski boltinn

Capello og Rooney á óskalista Real Madrid

Elvar Geir Magnússon skrifar

The Sun þykist hafa heimildir fyrir því að spænska félagið Real Madrid vilji fá Fabio Capello til að taka við liðinu á nýjan leik. Þá sé það að undirbúa risatilboð í Wayne Rooney, sóknarmann Manchester United.

Forsetinn Florentino Perez er samkvæmt heimildum blaðsins reiðubúinn að borga United 90 milljónir punda fyrir Rooney.

Capello er samningsbundinn Englandi til 2012 en Perez hefur hingað til lítið spáð í samninga manna við önnur félög. Capello hefur áður stýrt Real Madrid, hann á tvö tímabil að baki með liðinu og í bæði skiptin unnið spænsku deildinar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×