Enski boltinn

Fór á stefnumót með Bridge en hittir nú Ronaldo

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kim Kardashian.
Kim Kardashian.

Það hvorki gengur né rekur í kvennamálum Wayne Bridge. Þessi bakvörður Manchester City kynntist raunveruleika-sjónvarpsstjörnunni Kim Kardashian í fríi í Miami.

Þau tvö fóru á stefnumót en það fór ekki lengra. Kardashian er um þessar mundir að hitta Cristiano Ronaldo. Hún fór með honum á matsölustað eftir að hafa horft á hann spila með Real Madrid. Þau létu vel hvort að öðru og fóru svo saman að heimili Ronaldo þar sem hún var í fjórar klukkustundir.

Þetta bætir gráu ofan á svart fyrir Bridge en ekki er langt síðan upp komst að John Terry, fyrrum samherji hans hjá Chelsea, hélt við unnustu hans meðan þau voru saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×