Enski boltinn

United býður Rooney nýjan samning

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.

Samkvæmt News of the world eru forráðamenn Manchester United að undirbúa nýjan samning sem þeir ætla að bjóða framherja liðsins Wayne Rooney.

Orðrómur hefur verið um að Real Madrid ætli sér að klófesta Rooney í sumar en United ætla að tryggja veru hans á Old trafford með nýjum risa samning. Wayne Rooney á tvö ár eftir af núverandi samningi sínum við félagið.

United eru sagðir vilja ganga frá nýja samningnum áður en hann heldur á Heimsmeistaramótið í sumar með Enska landsliðinu og ástæðan fyrir því sé meðal annars sú að ákveðnir bónusar eru í nýja samningnum. Rooney hefur spilað frábærlega í vetur með United og er búinn að skora 34 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×