Enski boltinn

Kranjcar kominn í sumarfrí

Elvar Geir Magnússon skrifar
Niko Kranjcar.
Niko Kranjcar.

Niko Kranjcar, miðjumaður Tottenham, er meiddur á ökkla og spilar ekki meira á tímabilinu. Kranjcar meiddist í tapi liðsins gegn Portsmouth í undanúrslitum bikarsins.

Fyrst var talið að sá króatíski myndi missa af einum leik en rannsóknir hafa sýnt að meiðslin eru verri en talið var í fyrstu.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir Tottenham sem berst um fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×