Enski boltinn

Bennett dæmir ekki Manchester-slaginn vegna gossins í Eyjafjallajökli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Bennett.
Steve Bennett. Mynd/AFP

Steve Bennett mun ekki dæma leik Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á morgun eins og áætlað var. Ástæðan er að Bennett er fastur í Rúmeníu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Steve Bennett var að halda námskeið fyrir unga dómara í Rúmeníu og átti að fljúga til baka í dag. Askan frá gosinu í Eyjafjallajökli hefur ollið því að allt til og frá Bretlandi liggur niðri.

Martin Atkinson mun dæma leikinn í staðinn fyrir Bennett. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið fyrir utan að vera mikill derby-slagur.

United er í baráttu við Chelsea um titilinn og City-liðið má ekki tapa stigum í baráttunni við Tottenham um fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×