Enski boltinn

Ashley Cole á tréverkinu á morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ashley Cole, vinstri bakvörður Chelsea, verður á bekknum á morgun þegar liðið leikur gegn Tottenham. Cole hefur ekki leikið síðan hann ökklabrotnaði í 2-1 tapi gegn Everton í febrúar.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, fagnar endurkomu Cole sem getur nú tekið þátt í deildarleikjum gegn Stoke, Liverpool og Wigan ásamt bikarúrslitaleiknum gegn Portsmouth.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×