Enski boltinn

Mancini: Mikilvægasti mánuðurinn í sögu Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, stefnir á sinn fyrsta sigur á móti nágrönnunum í Manchester United þegar liðið mætast í Manchester-slagnum á City of Manchester Stadium á morgun.

„Þetta gæti verið mikilvægasti mánuðurinn í sögu Manchester City og ef við náum fjórða sætinu þá getum við breytt öllu í rekstri félagsins," sagði Robert Mancini og bætti við: „Það yrði miklu auðveldara að ná í þá leikmenn sem við viljum fá ef við komumst í Meistaradeildina," sagði Mancini.

Manchester City er sem stendur í fjórða sætinu einu stigi á undan Tottenham en á meðan City mætir meisturunum í Manchester United þá spilar Tottenham við Chelsea seinna um kvöldið.

„Það eru allir derby-leikir mikilvægir en þessi leikur er sérstaklega mikilvægur því United er að berjast um fyrsta sætið, við erum að berjast um fjórða sætið og það munar ekki m iklu á liðunum," sagði Mancini.

Wayne Rooney hefur verið að glíma við meiðsli en verður líklega með í leiknum sem fram fer í hádeginu á morgun.

„Ég vil að Rooney spili þennan leik. Þegar heimurinn horfir á leik City og United þá er best að allir bestu leikmennirnir séu með," sagði Mancini.

Carlos Tevez hefur skorað þrjú mörk í þremur innbyrðisleikjum Manchester-liðanna í vetur og Mancini veit að hann ætlar enn á ný að sýna sig og sanna fyrir sínum gömlu félögum.

„Ég gæti alveg trúað því að Carlos vilji endilega skora í þessum leik en ég vona bara að hann spili vel eins og hann hefur verið að gera í síðustu leikjum," sagði Manicini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×