Enski boltinn

Þjálfarar í viðtölum í miðjum leik?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Bandaríski íþróttarisinn ESPN mun frá og með næsta tímabili eiga sýningaréttinn á ensku FA bikarkeppninni. Fulltrúar stöðvarinnar munu funda með enska knattspyrnusambandinu í næstu viku.

ESPN vill gjörbreyta útsendingum frá leikjum keppninnar og færa þær í sama horf og tíðkast í fótboltadeild Bandaríkjanna.

Þar er það þekkt að myndatökumenn fái aðgang að búningsherbergjum, þjálfarar séu teknir í viðtöl meðan á leik stendur og jafnvel fari yfir leikáætlun sína fyrir fjölmiðlamenn fyrir leiki.

Líklegt er að þessar hugmyndir muni falla í grýttan jarðveg hjá knattspyrnustjórum ensku úrvaldeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×