Enski boltinn

Petrov gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Martin Petrov er 31. árs.
Martin Petrov er 31. árs.

Búlgarinn Martin Petrov spilar ekki meira þetta tímabilið. Þessi vængmaður Manchester City á við meiðsli í hné að stríða.

Læknar tilkynntu honum að hann þyrfti að hvíla í þrjár vikur til viðbótar og hann getur því ekki tekið þátt í lokaspretti deildarinnar eins og hann hafði vonast til.

Vist Petrov hjá City hefur verið erfið. Hann hefur mikið verið meiddur og var úti í kuldanum meðan Mark Hughes var með stjórnartaumana. Óvíst er hvar hann leikur næsta tímabil eftir að hafa hafnað framlengingu á samningi sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×