Enski boltinn

Lögreglan ræðir við Neville og Tevez

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gary Neville sýnir Tevez puttann fyrr á leiktíðinni.
Gary Neville sýnir Tevez puttann fyrr á leiktíðinni.

Lögreglan í Manchester mun gera allt sem hægt er til að grannaslagurinn í Manchester á morgun fari vel fram. Öryggisgæsla verður með mesta móti þegar City tekur á móti United.

Deilur Gary Neville hjá United og Carlos Tevez hjá Manchester City fyrr á tímabilinu vöktu mikla athygli. Fyrir leikinn á morgun mun lögreglan heimsækja búningsherbergi beggja liða og ræða við menn til að slíkt endurtaki sig ekki og æsi upp áhorfendur.

„Markmið okkar er að gera leikinn að skemmtilegri uppákomu fyrir alla áhorfendur og tryggja að nokkrir svartir sauðir skemmi ekki fyrir meirihlutanum," sagði talsmaður lögreglunnar.

Þegar Tevez var að fagna marki gegn United fyrr á leiktíðinnui þá virtist hann vera að senda Neville, sem var að hita upp á hliðarlínunni, skilaboð um að halda kjafti. Ástæðan var sú að Neville sagði í viðtali að það hefði verið rétt hjá United að borga ekki uppsett verð fyrir Tevez.

Neville svaraði þessum töktum Argentínumannsins með því að sýna honum fingurinn eins og það er reglulega kallað. Tevez svaraði síðan með því að kynda Neville enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×