Enski boltinn

Ancelotti: Þetta er enn í okkar höndum - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Titillinn er enn í okkar höndum, við þurfum ekkert að vera hræddir. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Stoke," sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Chelsea, eftir tapið gegn Tottenham.

Forysta liðsins á toppi deildarinnar er nú aðeins eitt stig. „Ég held að leikmenn hafi ekki verið stressaðir. Við vissum vel um mikilvægi þessa leiks. Við náðum okkur ekki á strik en Tottenham lék mjög vel, á sama stigi og liðið gerði gegn Arsenal."

„Við erum að sjálfsögðu smá leiðir en svona er fótboltinn," sagði Ancelotti sem vildi ekki gagnrýna ákvörðun dómarans að reka John Terry af velli.

„Ég er ekki hrifinn af því að tala um ákvarðanir dómara. Við erum vonsviknir því Terry mun ekki vera með í næsta leik."

Hægt er að skoða svipmyndir úr öllum leikjum dagsins hér á Vísi. Smelltu hér til að sjá það helsta úr leik Tottenham og Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×