Enski boltinn

Vermaelen ekki meira með á tímabilinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Vermaelen hefur verið öflugur í vetur.
Vermaelen hefur verið öflugur í vetur.

Belgíski varnarmaðurinn Thomas Vermaelen hefur heldur betur slegið í gegn hjá Arsenal í vetur. Hann hefur sýnt öflugan varnarleik ásamt því að vera iðinn við kolann upp við mark andstæðingana.

Hann meiddist á kálfa í grannaslagnum gegn Tottenham í vikunni og er reiknað með því að hann verði frá í þrjár vikur. Það eru því miklar líkur á að hann hafi lokið keppni

Vermaelen hefur einungis misst af einum leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en það var vegna leikbanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×