Enski boltinn

Sol Campbell boðinn nýr samningur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sol Campbell er ekki dauður úr öllum æðum.
Sol Campbell er ekki dauður úr öllum æðum. GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hyggst nota þær 30 milljónir punda sem hann fær til leikmannakaupa í sumar. Þá mun félagið fara í viðræður við varnarmanninn Sol Campbell um framlengingu á samningi hans.

„Hann hefur sýnt það að hann leggur sig allan fram í leikjum. Hann hefur góð áhrif á liðið, bæði innan vallar og utan hans," segir Wenger.

Óvissa ríkir þó um framtíð William Gallas sem verður samningslaus í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×