Enski boltinn

Wenger: Skref niður að fara til Spánar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arsene Wenger í úlpunni sinni hlýju.
Arsene Wenger í úlpunni sinni hlýju.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Cesc Fabregas myndi taka skref niður á við ef hann færi til Barcelona.

„Þeir eru með tvö góð lið, ég viðurkenni það. Liðið í þriðja sæti (Valencia) er 24 stigum á eftir. Um helgina hótuðu leikmenn í deildinni að fara í verkfall því þeir fá ekki borgað," segir Wenger.

„Ef þú vilt fá alvöru keppni þá spilarðu á Englandi. Hér er samkeppnin og bestu leikmennirnir vilja vera hér. Ég hef fengið fjölmörg símtöl frá spænskum leikmönnum sem vilja spila á Englandi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×