Enski boltinn

Jermain Defoe nappaður við kynlífsathöfn í bíl

Elvar Geir Magnússon skrifar
Defoe hefur leikið 39 leiki fyrir enska landsliðið.
Defoe hefur leikið 39 leiki fyrir enska landsliðið.

News of the World greinir frá því í dag að Jermain Defoe, sóknarmaður Tottenham, hafi verið nappaður við kynlífsathöfn í bíl. Rétt hjá bílnum voru krakkar að leika sér.

Ljósmyndari náði mynd af Defoe í bílnum þar sem hann reynir að hylja andlit sitt. Með honum var tvítug rauðhærð stúlka.

Sjónarvottur sagði parið hafa lagt bílnum og klifrað síðan í aftursætið þar sem hún veitti honum munngælur. „Það var enn dagsljós og allir sem áttu leið framhjá gátu séð hvað var í gangi," sagði ljósmyndarinn.

Meðan á þessu stóð löbbuðu tveir einstaklingar og fjölskylda framhjá bílnum. Nágrannakona Defoe sagði við News of the World að leikmaðurinn væri þekktur fyrir að rúnta um og leita að stelpum. „Það er hans einkamál hvað hann gerir með stelpum en hann ætti að gera það heima hjá sér," sagði hún.

Defoe gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist vegna atviksins en samkvæmt breskum lögum er hámarksrefsing sex mánaða fangelsi eða 5 þúsund punda sekt.

Í febrúar sagði Defoe í viðtali: „Fótboltamenn verða að vera meðvitaðir um að þeir eru fyrirmyndir barna. Ég vill vera eins góð fyrirmynd og hægt er."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×