Fleiri fréttir

Ferguson: Tottenham getur náð meistaradeildarsæti

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hefur trú á því að Tottenham geti gert góða hluti á yfirstandandi tímabili á Englandi en liðið hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína til þessa.

McLeish styður við bakið á Burley

Knattspyrnustjórinn Alex McLeish hjá nýliðum Birmingham í ensku úrvalsdeildinni hefur komið landa sínum George Burley til varnar en margir hafa talið að hann eigi að víkja sem landsliðsþjálfari Skotlands eftir að liðinu mistókst að vinna sér sæti í umspili um laust sæti á lokakeppni HM 2010.

Ancelotti er ekki smeykur við yfirvofandi bann

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hefur ekki trú á því að bannið sem alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, úrskurðaði um að Lundúnafélagið mætti ekki kaupa leikmenn í eitt ár muni hafa áhrif á gengi félagsins til skemmri tíma.

Franco búinn að skrifa undir hjá West Ham

Guillermo Franco staðfesti í samtali við Sky Sports fréttastofuna í dag að hann hafi skrifað undir samning við West Ham fram í júní á næsta ári en hinn 32 ára gamli framherji hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Villarreal í lok síðasta keppnistímabils.

Wenger: Enska landsliðið er sigurstranglegt á HM

Arsene Wenger, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, segir að enska landsliðið sé sigurstranglegt á HM í Suður-Afríku næsta sumar en hann er einn af mörgum sem hafa hrifist af frábærri frammistöðu enska liðsins í undankeppninni.

Eiður Smári á fyrstu æfingunni með AS Monaco - myndband

Eiður Smári Guðjohnsen hefur notað þessa viku til þess að komast inn í hlutina hjá franska liðinu AS Monaco. Eiður Smári fékk vegna þess frí frá landsleiknum á móti Georgíu á miðvikudaginn en hann átti mjög góðan leik í jafnteflinu á móti Noregi um síðustu helgi.

Andres Iniesta: Versta sumarið mitt á ævinni

Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, er að komast aftur af stað eftir að hafa glímt við erfið meiðsli sem hafa haldið honum frá fótboltavellinum í meira en hundrað daga.

Króatinn Klasnic: Terry sló mig beint í nýrun

Enski landsliðsfyrirliðinn John Terry sakaði Króatann Ivan Klasnic um að hafa hrækt á sig í 5-1 sigri Englendinga á Króötum í undankeppni HM á miðvikudaginn. Klasnic hefur neitað þessu en um leið sakar hann Terry um að slá sig beint í nýrun en Klasnic fór í tvöfalda nýrnaígræðslu árið 2007.

Sunderland vill ekki lengur fá Lucas Neill - heimtar of há laun

Það verður ekkert af því að Lucas Neill spili með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Steve Bruce, stjóri liðsins, sagði að viðræður hafi verið í gangi á milli félagsins og hins 31 árs gamla ástralska varnarmanns.

Brasilíumenn hafa gaman af vandræðum Argentínu

Brasilíumenn hafa næstum því jafngaman af vandræðum argentínska landsliðsins eins og þeir hafa af velgengi síns landsliðs. Brasilíska landsliðið hefur unnið ellefu leiki í röð og tryggt sig inn á HM á meðan Argentína er langt frá því að vera öruggt með sæti á HM eftir að hafa tapað 3 leikjum í röð og fjórum leikjum af síðustu fimm.

Sheringham búinn að taka fótboltaskóna niður af hillunni

Teddy Sheringham er ekki dauður úr öllum æðum sem fótboltamaður þó að hann sé orðinn 43 ára gamall. Sheringham setti fótboltaskónna upp á hillu fyrir sextán mánuðum en hefur nú ákveðið að taka þá niður aftur og fara að spila með Beckenham Town.

Engin náði Margréti Láru - varð markahæst á EM 2009

Margrét Lára Viðarsdóttir varð markahæsti leikmaður Evrópukeppni kvenna 2009 þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora í sjálfri úrslitakeppninni. Margrét Lára skoraði tólf mörk í undankeppninni og enginn leikmannanna í úrslitakeppninni í Finnlandi náði þeim markafjölda.

Rússi hugsanlega á leiðinni í markið hjá Manchester United

Igor Akinfeev, markvörður CSKA Moskva og rússneska landsliðsins, fagnar því að vera orðaður við ensku meistarana í Manchester United. Akinfeev hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína með bæði CSKA og landsliðinu en hann er aðeins 23 ára gamall og því framtíðarmarkmaður.

Valdano: Ronaldo þarf tíma til að aðlagast alveg eins og Zidane

Jorge Valdano, íþróttastjóri Real Madrid, segir ekkert vera breytt hjá Cristiano Ronaldo síðan að hann kom til Real Madrid frá Manchester United fyrir 94 milljónir evra. Valdano segir að Ronaldo þurfi bara tíma til þess að koma sér inn í spænska boltann.

Knattspyrnusamband Tælands vill fá Robson

Knattspyrnusamband Tælands er að leita að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Peter Reid sagði stöðu sinni lausri á dögunum en forseti sambandsins hefur staðfest að Bryan Robson sé á óskalistanum.

Wenger afar óhress með meiðsli Arshavin

Útlit er fyrir að miðjumaðurinn Andrey Arshavin missi af næstu þremur leikjum Arsenal eftir að hafa meiðst lítillega í landsleik með Rússum í gærkvöldi.

Katrín Ómarsdóttir ekki í hópnum á móti Eistlandi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir leikinn gegn Eistlandi í undankeppni fyrir HM 2011. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 17. september á Laugardalsvelli og hefst kl. 20:00.

Ráðleggja leikmönnum að heilsast ekki vegna Svínaflensunnar

Sænska knattspyrnusambandið óttast útbreiðslu Svínaflensunnar meðal sinna félaga og hefur ráðlagt knattspyrnumönnum og konum í landinu að heilsa ekki andstæðingunum - hvorki fyrir né eftir leik. Það er venjan að þakka fyrir góðan leik en það þykir ekki skynsamlegt ef menn ætla sér að sleppa við Svínaflensuna.

Lampard: Besta enska landslið sem ég hef spilað með

Chelsea-maðurinn Frank Lampard skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Englendinga á Króötum í undankeppni HM í gær og hann var eins og aðrir í skýjunum með frammistöðu liðsins og að England væri komið inn á HM í Suður Afríku.

Fyrsti úrslitaleikur Þjóðverja og Englendinga síðan 1966

Þýskaland og England mætast í dag í úrslitaleiknum á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Finnlandi. Þetta er fyrsti úrslitaleikur þjóðanna á stórmóti í karla- eða kvennaflokki síðan að Englendingar unnu 4-2 sigur á umdeildan hátt í framlengdum úrslitaleik heimsmeistarakeppni karla árið 1966.

Argentínska pressan: Messi var aðeins skugginn af sjálfum sér

Fjölmiðlar í Argentínu voru allt annað en ánægðir með tap sinna manna á móti Paragvæ í nótt. Það var ekki bara þjálfarinn Diego Maradona sem fékk að heyra það frá þeim því Lionel Messi var einnig harðlega gangrýndur fyrir frammistöðu sína.

Ferdinand farinn að æfa aftur með United - gæti spilað um helgina

Rio Ferdinand varnarmaðurinn öflugi hjá Manchester United er búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir daginn fyrir fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Ferdinand gæti verið klár fyrir næsta leik liðsins sem er á móti Tottenham á laugardaginn.

Del Bosque fékk nýjan samning fyrir að koma Spánverjum á HM

Vicente Del Bosque verður þjálfari spænska landsliðsins fram yfir næstu Evrópukeppni (2012) en spænska knattspyrnusambandið tilkynnti um nýjan samning Del Bosque eftir að Evrópumeistarnir tryggðu sig inn á HM með 3-0 sigri á Eistum í gær.

Henry kominn með fimmtíu landsliðsmörk fyrir Frakkland

Thierry Henry tryggði Frökkum 1-1 jafntefli í Serbíu í undankeppni HM í gær og sá til þess að Serbar náðu ekki að tryggja sér sigurinn í riðlinum og þar með sæti á HM í Suður Afríku. Markið var ennfremur það fimmtugasta sem hann skorar í 113 landsleikjum.

Bilic: Englendingar geta orðið heimsmeistarar

Slaven Bilic, þjálfari króatíska landsliðsins, er á því að Englendingar geta orðið heimsmeistarar í Suður-Afríku eftir að hann horfði á sína menn tapað 1-5 fyrir enska landsliðinu í undankeppni HM á Wembley í gær. Bilic átti samt ekki auðvelt með að tjá sig eftir leikinn enda alveg niðurbrotinn maður.

Argentínumenn töpuðu aftur - nú fyrir Paragvæ sem komst á HM

Staða Argentínumanna í undankeppni HM er orðin enn verri eftir 0-1 tap fyrir Paragvæ í nótt. Tapið þýðir að Argentínumenn eru komnir niður í 5. sæti í Suður-Ameríku riðlinum en aðeins fjögur efstu liðin komast beint inn á HM. Liðið í 5. sætið spilar umspilsleiki við lið úr Norður- og Mið-Ameríku.

Capello segir Aaron Lennon vera frábæran leikmann

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, var mjög ánægður með frammistöðu Aarons Lennon í 5-1 sigri Englendinga á Króötum á Wembley í undankeppni HM í gær. Englendingar tryggðu sig inn á HM með þessum sigri.

Englendingar og Spánverjar bókuðu farseðilinn á HM

Leikið var í undankeppni HM 2010 í kvöld en þar bara hæst að bæði Englendingar og Spánverjar héldu sigurgöngu sinni áfram og gulltryggðu þátttökurétt sinn á lokakeppninni í Suður-Afríku á næsta ári.

Gunnleifur: Vorum miklu betra liðið

Gunnleifur Gunnleifsson hafði ekki mikið að gera í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Georgíu í æfingaleik á Laugardalsvelli.

Sjá næstu 50 fréttir