Ólafur: Hefði gjarnan viljað fá þessi mörk á laugardaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2009 22:24 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir 3-1 sigur íslenska landsliðsins á Georgíu í kvöld. „Ég var ánægður með það sem ég sá. Við byrjuðum feiknarlega vel en eftir að við komumst í 2-0 fórum við að reyna hluti sem við getum ekki. Til að mynda að leita alltaf af úrslitasendingunni í stað þess að leikmenn hefðu bara haldið ró sinni. Þeir hættu að leita upp vængina og lentu í tómu basli," sagði Ólafur. Ísland komst í 2-0 á fyrstu sautján mínútum leiksins en Georgíumenn minnkuðu muninn á 33. mínútu. Síðari hluti fyrri hálfleiksins var alls ekki góður hjá íslenska liðinu og fór Ólafur vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik. „Mér fannst síðari hálfleikur allt í lagi og ég var heilt yfir nokkuð sáttur. Við vorum rólegri á boltanum og ekki alltaf að rjúka af stað og reyna erfiðar sendingar." Hann var ánægður með miðvarðarparið í leiknum og raunar alla leikmenn. „Kristján hefur átt mjög góða leiki með landsliðinu og Indriði var líka góður. Þeir héldu haus í vörninni þó svo að þeir hafi verið með bakverði með sér sem þeir hafa ekki oft spilað með." Garðar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld og Ólafur var ánægður með hans framlag. „Við sögðum Garðari að þetta væri hans tækifæri og nú þyrfti hann að sýna úr hverju hann væri gerður. Það var ánægjulegt að sjá til hans í kvöld." Ólafur sagði um sóknarleik íslenska liðsins að það væri jákvætt hversu mörg færi íslenska liðið hefði skapað sér í síðustu tveimur leikjum sínum - fyrst gegn Noregi á laugardag og nú í kvöld. „Ég hefði þó gjarnan viljað fá þessi mörk sem við skoruðum í kvöld á laugardaginn," sagði Ólafur en þá gerði Ísland svekkjandi 1-1 jafntefli við Norðmenn þar sem þeir bláklæddu voru mun sterkari aðilinn í leiknum. „Við höfum annars verið að vinna mikið með sóknarleikinn og til að mynda lagt áherslu á að fjölga mönnum í teignum. Þetta eru breytingar sem við höfum verið að leita lengi eftir en eftir því sem við höfum verið lengur með liðið höfum við orðið kaldari og þorað meiru." Hann segir liðið hafa þróast vel á undanförnum árum og vill að það haldi áfram á sömu braut. Samningur Ólafs við KSÍ rennur út um áramótin en Ólafur hefur viðurkennt að hann vilji halda áfram með liðið og stýra því í næstu undankeppni líka. „Nú fer ég í golf í fyrramálið og svo bíð ég eftir næsta leik," sagði Ólafur spurður um framhaldið. Ísland leikur vináttulandsleik við Suður-Afríku hér heima eftir rúman mánuð. Hann segist ekkert hafa rætt við forráðamenn KSÍ um nýjan samning. „Við erum búnir að vera í stífu prógrammi undanfarið og því ekki gefist neinn tími til að ræða slíkt. En við skulum sjá hvað setur. Auðvitað vil ég að liðið haldi áfram á sömu braut og það hefur verið á í síðustu leikjum, hvort sem það verður undir minni stjórn eða Péturs," sagði Ólafur og hló. Þar átti hann við Pétur Pétursson, núverandi aðstoðarþjálfara sinn. Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir 3-1 sigur íslenska landsliðsins á Georgíu í kvöld. „Ég var ánægður með það sem ég sá. Við byrjuðum feiknarlega vel en eftir að við komumst í 2-0 fórum við að reyna hluti sem við getum ekki. Til að mynda að leita alltaf af úrslitasendingunni í stað þess að leikmenn hefðu bara haldið ró sinni. Þeir hættu að leita upp vængina og lentu í tómu basli," sagði Ólafur. Ísland komst í 2-0 á fyrstu sautján mínútum leiksins en Georgíumenn minnkuðu muninn á 33. mínútu. Síðari hluti fyrri hálfleiksins var alls ekki góður hjá íslenska liðinu og fór Ólafur vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik. „Mér fannst síðari hálfleikur allt í lagi og ég var heilt yfir nokkuð sáttur. Við vorum rólegri á boltanum og ekki alltaf að rjúka af stað og reyna erfiðar sendingar." Hann var ánægður með miðvarðarparið í leiknum og raunar alla leikmenn. „Kristján hefur átt mjög góða leiki með landsliðinu og Indriði var líka góður. Þeir héldu haus í vörninni þó svo að þeir hafi verið með bakverði með sér sem þeir hafa ekki oft spilað með." Garðar Jóhannsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld og Ólafur var ánægður með hans framlag. „Við sögðum Garðari að þetta væri hans tækifæri og nú þyrfti hann að sýna úr hverju hann væri gerður. Það var ánægjulegt að sjá til hans í kvöld." Ólafur sagði um sóknarleik íslenska liðsins að það væri jákvætt hversu mörg færi íslenska liðið hefði skapað sér í síðustu tveimur leikjum sínum - fyrst gegn Noregi á laugardag og nú í kvöld. „Ég hefði þó gjarnan viljað fá þessi mörk sem við skoruðum í kvöld á laugardaginn," sagði Ólafur en þá gerði Ísland svekkjandi 1-1 jafntefli við Norðmenn þar sem þeir bláklæddu voru mun sterkari aðilinn í leiknum. „Við höfum annars verið að vinna mikið með sóknarleikinn og til að mynda lagt áherslu á að fjölga mönnum í teignum. Þetta eru breytingar sem við höfum verið að leita lengi eftir en eftir því sem við höfum verið lengur með liðið höfum við orðið kaldari og þorað meiru." Hann segir liðið hafa þróast vel á undanförnum árum og vill að það haldi áfram á sömu braut. Samningur Ólafs við KSÍ rennur út um áramótin en Ólafur hefur viðurkennt að hann vilji halda áfram með liðið og stýra því í næstu undankeppni líka. „Nú fer ég í golf í fyrramálið og svo bíð ég eftir næsta leik," sagði Ólafur spurður um framhaldið. Ísland leikur vináttulandsleik við Suður-Afríku hér heima eftir rúman mánuð. Hann segist ekkert hafa rætt við forráðamenn KSÍ um nýjan samning. „Við erum búnir að vera í stífu prógrammi undanfarið og því ekki gefist neinn tími til að ræða slíkt. En við skulum sjá hvað setur. Auðvitað vil ég að liðið haldi áfram á sömu braut og það hefur verið á í síðustu leikjum, hvort sem það verður undir minni stjórn eða Péturs," sagði Ólafur og hló. Þar átti hann við Pétur Pétursson, núverandi aðstoðarþjálfara sinn.
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Sjá meira