Fótbolti

Ráðleggja leikmönnum að heilsast ekki vegna Svínaflensunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn heilsast fyrir leik.
Leikmenn heilsast fyrir leik. Mynd/AFP

Sænska knattspyrnusambandið óttast útbreiðslu Svínaflensunnar meðal sinna félaga og hefur ráðlagt knattspyrnumönnum og konum í landinu að heilsa ekki andstæðingunum - hvorki fyrir né eftir leik. Það er venjan að þakka fyrir góðan leik en það þykir ekki skynsamlegt ef menn ætla sér að sleppa við Svínaflensuna.

„Þetta er ekki bann heldur aðeins ráðlegging til okkar félaga," sagði Per Renström læknir sænska sambandsins. „Leikmennirnir sjálfir ráða þessu en það væri skynsamlegast hjá þeim að fylgja þessari ráðleggingu okkar," sagði Renström.

Það eru 3000 félög innan sænska knattspyrnusambandsins og um milljón iðkendur. Eitt lið í neðri deildunum hefur orðið fyrir barðinu af Svínaflensunni en það hefur ekki orðið vart við hana meðal leikmanna í efstu deildunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×