Fleiri fréttir

Hector Cuper á Laugardalsvellinum í kvöld - þjálfar Georgíu

Hector Cuper er þjálfari Georgíumanna sem mæta íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum í kvöld. Cuper er 53 ára gamall Argentínumaður sem er þekktastur fyrir að þjálfa spænska liðið Valencia (1999-2001) og ítalska liðið Internazionale (2001-03).

Guus Hiddink saknar andrúmsloftsins í enska boltanum

Guus Hiddink, þjálfari rússneska landsliðsins, sagði það á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Wales í undankeppni HM í kvöld, að hann hefði áhuga á að stýra aftur liði í ensku úrvalsdeildinni.

Jamie Carragher hefur áhyggjur af uppkomu Manchester City

Jamie Carragher varnarmaður Liverpool hefur trú á því að Manchester City blandi sér í hóp fjögurra bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Carragher spáir því einnig að lið eins og Tottenham Hotspur, Everton og Aston Villa verði að berjast um Meistaradeildarsætin.

Sex breytingar á byrjunarliðinu gegn Georgíu - Grétar Rafn fyrirliði

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á Laugardalsvelllinum í kvöld kl. 19.30. Ólafur gerir 6 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Noreg í undankeppni HM 2010 á laugardag.

John Terry: Er enn að svekkja sig yfir Króatíutapinu fyrir tveimur árum

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir liðið skulda ensku þjóðinni að vinna leikinn á móti Króatíu í kvöld og ná þar með að hefna fyrir tapið á Wembley fyrir tveimur árum sem kostaði enska landsliðið sæti á EM 2008. Terry segir að tapið hafi skilið eftir sig jafnslæma tilfinningu og þegar hann klikkaði á víti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu.

Nýr framherji við hlið Cristiano Ronaldo í kvöld

Það er mikið undir hjá portúgalska landsliðinu í kvöld því mega alls ekki tapa á móti Ungverjum ef liðið ætlar að eiga einhverja raunhæfa möguleika á að komast á HM í Suður-Afríku.

Týndi vegabréfinu í landsliðsferð og kemst ekki aftur til Hollands

Sekou Cisse verður líklega ekki með hollenska liðinu Feyenoord á móti Willem II um næstu helgi því hann týndi vegabréfinu sínu og situr fastur í heima á Fílabeinsströndinni. Cisse var í landsliði Fílabeinsstrandarinnar sem vann 5-0 sigur á Búrkína Fasó.

Björgólfur fimmti leikmaðurinn sem kemur inn í hópinn fyrir Georgíuleikinn

Ísland mætir Georgíu í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum klukkan 19.30 í kvöld en hópurinn er nokkuð breyttur frá því á laugardaginn þegar liðið var óheppið að vinna ekki Norðmenn í undankeppni HM 2010. Þrír af fjórum fremstu mönnum liðsins hafa forfallast sem og fyrirliðinn, öll miðjan, annar miðvörðurinn og varamarkvörðurinn.

Peter Reid hættur að þjálfa taílenska landsliðið

Peter Reid hefur náð samkomulagi við taílenska knattspyrnusambandið um að hætta að þjálfa taílenska landsliðið. Reid vildi sinn starfinu ásamt því að vera aðstoðarstjóri Stoke City en Taílendingarnir vildu ekki að hann væri landsliðsþjálfari í "aukastarfi".

Bellamy: Þúsaldarvöllurinn er alltof stór fyrir Wales

Craig Bellamy, fyrirliði velska landsliðsins, er á því að landsliðið eigi líka að spila á öðrum og minni völlum en Þúsaldarvellinum í Cardiff. Þúsaldarvöllurinn tekur 74 þúsund manns en velska landsliðið er langt frá því að fylla völlinn á sínum landsleikjum.

Þjóðverjar búnir að panta HM-hótel án þess að vera komnir inn á HM

Þjóðverjar telja sig vera örugga um að komast áfram á HM í Suður-Afríku næsta sumar því þýska knattspyrnusambandið hefur pantað fimm stjörnu hótelið Velmore Grande á meðan keppninni stendur. Þjóðverjar eru enn í hörkukeppni við Rússa um sigurinn í 4. riðli og um leið sæti inn á HM.

Geta endurskrifað hollenska fótboltasögu í kvöld

Hollenska landsliðið á möguleika á að ná hundrað prósent árangri í undankeppni HM vinni þeir sigur á Skotum á Hampden í kvöld. Ekkert hollenskt landslið hefur náð að vinan alla leiki sína í undankeppni hvort sem það er fyrir HM eða EM.

Kolo Toure verður fyrirliði hjá Manchester City

Mark Hughes, stjóri Manchester City, hefur ákveðið að Kolo Toure taki við fyrirliðabandinu af Richard Dunn sem félagið seldi á dögunum til Aston Villa. Toure er aðeins búinn að vera í rúman mánuð hjá City sem keypti hann frá Arsenal í haust.

Gary Neville: Meiðslamartröðin vonandi á enda

Gary Neville hefur lítið getað spilað með Manchester United undanfarin tvö ár vegna meiðsla. Hann vonast nú til þess að geta fara hjálpað liðinu á ný og að hann sé laus við meiðslin.

Didier Drogba: Ég fórna mér oft fyrir liðið

Didier Drogba vill fá meira hrós fyrir hversu óeigingjarn hann er inn á fótboltavellinum. Drogba er einn öflugasti framherji heims bæði með Chelsea og landsliði Fílabeinsstrandarinnar en hann segir að fáir taki eftir því hversu duglegur hann er án boltans.

Völsungur og KV upp í 2. deild

Í kvöld varð ljóst að Völsungur frá Húsavík og KV eða Knattspyrnufélag Vesturbæjar munu leika í 2. deild næsta sumar. Völsungur vann 5-2 sigur gegn Hvíta riddaranum á Húsvíkurvelli í seinni umspilsleik liðanna í úrslitakeppni 3. deildar en fyrri leikurinn fór 1-1 og vann Völsungur því einvígið samanlagt 6-3.

Þorkell Máni: Stefnum á að taka dolluna næsta sumar

„Ég er svekktur með tapið en við börðumst og stefndum á sigur og ekkert annað. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. Valsstúlkurnar þurftu samt virkilega að hafa fyrir sigrinum og mér fannst við vera að spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Kristín Ýr: Erum bestar þegar við spilum okkar „sambabolta“

„Um leið og fyrsta markið kom þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Við erum bestar þegar við spilum okkar „sambabolta“ eins og við gerðum í síðari hálfleik í stað þessara kýlinga í fyrri hálfleik,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir eftir 0-2 sigur Vals gegn Stjörnunni í kvöld en Valur er nú í kjörstöðu til þess að verja titil sinn.

Guardiola boðinn nýr samningur á Nývangi

Spænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að knattspyrnustjóranum Pep Guardiola hjá Barcelona hafi verið boðinn nýr og betri samningur við félagið en nánast fullkomið síðasta keppnistímabil þegar Börsungar unnu þrennuna, deild, bikar og meistaradeild.

Freyr: Erum komin með níu fingur á titilinn

„Þetta er mjög sætt og vissulega er þungu fargi af mér létt þar sem það er náttúrulega alltaf pressa á að skila titlum á Hlíðarenda. Við erum komin með níu fingur á þennan,“ segir Freyr Alexandersson þjálfari Vals í viðtali við Vísi eftir 0-2 sigur liðs síns gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli í kvöld.

Svíar óttast að Zlatan ætli að hætta í sænska landsliðinu

Svíar hafa áhyggjur af því að Zlatan Ibrahimovic ætli að hætta að spila með sænska landsliðinu. Svíar eru ekki í alltof góðri stöðu í undankeppni HM en sigurmark Zlatans í uppbótartíma á móti Ungverjum um síðustu helgi hélt lífi í voninni um að komast á HM í Suður-Afríku.

Bendtner vill skora 25 mörk fyrir Arsenal í vetur

Daninn Nicklas Bendtner ætlar að sanna sig í ensku úrvalsdeildinni í vetur og telur að þetta geti verið spútniktímabilið hans hjá Arsenal. Hann gerir sér þó grein fyrir því að hann þarf þá að fara að skora fleiri mörk en hann hefur gert til þessa.

Fabio Capello: Takk fyrir hjálpina Herra Bilic

Fabio Capello segir Slaven Bilic, þjálfara króatíska landsliðsins, hafa hjálpað sér mikið við undirbúning enska landsliðsins fyrir leikinn. Bilic sagði að enska liðið hafi tapað "enska stílnum" síðan að Capello varð þjálfari liðsins.

Norðmenn fá aðstoð frá íslenskum dómara í kvöld

Örvar Sær Gíslason, dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Hönefoss og Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi. Um sannkallaðan toppslag er að ræða því að þetta eru félögin sem sitja sem stendur í öðru og þriðja sæti deildarinnar og í mikilli baráttu um að komast upp í efstu deild. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Tevez ekki með á móti Arsenal - vonandi klár fyrir Manchester-slaginn

Carlos Tevez verður ekki með Manchester City í stórleiknum á móti Arsenal um næstu helgi en Tevez meiddist á hné í leik Argentínu og Brasilíu í undankeppni HM um síðustu helgi. Mark Hughes, stjóri City, vonast til að Tevez verði orðinn góður fyrir nágranna- og derby-slaginn á móti Manchester United sem fram fer eftir tæpar tvær vikur eða 20. september.

Frítt á toppleik Stjörnunnar og Vals í kvöld

Avant, einn helsti styrktaraðili Stjörnunnar, hefur ákveðið að bjóða frítt á toppleik Stjörnunnar og Vals í Pepsi-deild kvenna í kvöld en heimastúlkur geta komist í toppsæti deildarinnar með sigri á sama tíma og Valskonur geta með sigri farið langt með að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð.

Rúrik Gíslason í liði mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni

Danska Tipsbladet hefur valið Rúrik Gíslason í lið ágústmánaðar í dönsku úrvalsdeildinni en Rúrik hefur leikið frábærlega með Odense Boldklub. Rúrik fór á kostum í landsleik Íslendinga og Norðmanna á laugardaginn og sýndi þá hversu öflugur leikmaður hann er orðinn.

Lampard vill horfa jákvætt á bannið - gæti þjappað liðinu betur saman

Frank Lampard er á því að Chelsea-liðið gæti nýtt sér það að liðið megi ekki kaupa nýja leikmenn fyrr en árið 2011. Chelsea var sett í bann hjá FIFA vegna vinnubragða félagsins við að næla í Frakkan Gael Kakuta frá RC Lens. Flestir eru á því að Chelsea þurfi að styrkja leikmannahópinn á þessum tíma til að berjast um titlana í boði en Lampard trúir því að liðsheildin gæti orðið enn sterkari við þetta bann.

Landsliðsmennirnir ánægðir með Tólfuna - gáfu 150 miða á Georgíuleikinn

Leikmenn A-landsliðs Íslands í knattspyrnu voru ánægðir með stuðningssveit íslenska landsliðsins og þökkuðu Tólfunni fyrir frábæran stuðning á leiknum gegn Norðmönnum á laugardaginn. Í þakklætisskyni ákváðu leikmennirnir að gefa liðsmönnum Tólfunnar 150 miða á vináttulandsleikinn við Georgíu á morgun.

Henry neitar því að hafa lesið yfir Domenech þjálfara

Thierry Henry, fyrirliði franska landsliðsins, hefur neitað að hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarann Raymond Domenech eftir að franska blaðið Le Parisien hafði eftir samtal hans við Domenech þjálfara þar sem Henry átti að hafa sagt að leikmönnum leiddist á æfingum og að þeir væru síðan týndir inn á vellinum.

Manchester City í vandræðum eins og Chelsea og Manchester United

Franska liðið Rennes hefur kvartað yfir vinnubrögðum enska liðsins Manchester City sem samdi við franska unglinginn Jeremy Helan fyrr á árinu eftir að Helan hafi ákveðið að skrifa ekki undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við uppeldisfélag sitt.

Beckham útilokar ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina

„Ég hef ekki farið leynt með það að ég ætla mér að snúa aftur til Evrópu. Við skulum orða það að þannig að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni,“ segir David Beckham í samtali við BBC Radio þegar hann inntur eftir því hvort honum hugnaðist að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Giggs planar að hætta á toppnum - útilokar ekki að fara út í þjálfun

„Fótbolti er líf mitt og yndi en ég ætla ekki að vera enn að þegar ég verð fertugur. Ég gæti þó mögulega leitað að einhverjum öðrum áskorunum innan fótboltans eftir að ég legg skóna á hilluna,“ segir Ryan Giggs hjá Englandsmeisturum Manchester United í nýlegu viðtali við Sunday Mirror.

Hafnarboltapeningar Hicks ekki notaðir fyrir Liverpool

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool þurfti að fresta framkvæmdum sínum við byggingu á nýjum leikvangi við Stanley Park þegar kreppan skall á en sá leikvangur mun rýma talsvert fleiri áhorfendur en Anfield leikvangurinn gerir nú.

Gradi: Það sem gerðist fyrir Chelsea er frábært

Enska d-deildarfélagið Crewe, þar sem Guðjón Þórðarson er við stjórnvölin, hefur tilkynnt ónefnt úrvalsdeildarfélag til enska knattspyrnusambandsins vegna ólögmætra viðræðna þess við ungan leikmann Crewe.

Forráðamenn United senda Frökkunum tóninn

Talsmaður Englandsmeistara Manchester United hefur staðfest að félagið hafi hug á því að kæra Le Havre fyrir ásakanir forráðamanna franska félagsins um að enska félagið hafi reynt að fá hinn unga Paul Pogba með ólöglegum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir