Fleiri fréttir

Elísabet: Gamall draumur að rætast

Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF.

Elísabet tekur við Kristianstad

Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag.

Zlatan skoraði tvö í sigri Inter

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic skoraði tvívegis í kvöld þegar lið hans Inter skaust á toppinn í ítölsku A-deildinni með 4-0 sigri á Roma.

Valencia hélt toppsætinu

Valencia er enn á toppi spænsku deildarinnar í knattspyrnu eftir 4-0 sigur a´Numancia í dag. David Villa skoraði tvö mörk fyrir Valencia og hefur skorað átta mörk í sjö leikjum í vetur.

Pálmi Rafn tryggði Stabæk titilinn

Pálmi Rafn Pálmason var hetja Stabæk í dag þegar liðið vann Brann 2-1 og fór langt með að tryggja sér meistaratitilinn í Noregi.

Besta byrjun nýliða í 115 ár

Kraftaverkalið Hull City hefur heldur betur stimplað sig inn í sögubækurnar með frábærri byrjun sinni í ensku úrvalsdeildinni.

Ófarir Tottenham halda áfram

Stoke City jók enn á ófarir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag með 2-1 sigri á Lundúnaliðinu á heimavelli. Stoke vann annan sigur sinn á leiktíðinni en Tottenham hefur ekki byrjað jafn illa í sögu félagsins.

Hull í þriðja sæti eftir sigur á West Ham

Hull City heldur áfram að slá í gegn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í dag bætti liðið enn einum sigrinum gegn Lundúnaliði í safnið þegar það lagði West Ham 1-0.

Ronaldinho skoraði tvö í sigri Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði tvívegis fyrir lið sitt AC Milan í dag þegar það lagði Sampdoria 3-0 á San Siro. Mikil meiðsli í herbúðum Milan komu ekki í veg fyrir öruggan sigur liðsins en á sama tíma tapaði topplið Lazio 3-1 fyrir Bologna.

City sýnir Zaki áhuga

Manchester City hefur hug á að kaupa egypska sóknarmanninn Amr Zaki sem slegið hefur í gegn sem lánsmaður hjá Wigan í úrvalsdeildinni.

Lokahóf KSÍ: Guðmundur og Dóra best

Guðmundur Steinarsson og Dóra María Lárusdóttir úr Val voru í gær útnefnd bestu leikmenn Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í sumar.

Roma og Lazio þurfa nýjan heimavöll

Gianni Alemanno, borgarstjóri í Róm, segir að knattspyrnuliðin Roma og Lazio þurfi brátt að yfirgefa Ólympíuleikvanginn í borginni og reisa sína eigin leikvanga.

Toure meiddist á öxl

Varnarmaðurinn Kolo Toure gæti misst af leik Arsenal gegn Fenerbahce á þriðjudaginn eftir að hafa meiðst á öxl í leiknum gegn Everton í dag.

Real stal sigrinum á elleftu stundu

Real Madrid skaust í kvöld í toppsætið í spænsku deildinni í knattspyrnu eftir dramatískan 2-1 sigur á grönnum sínum í Atletico.

Klose bjargaði Bayern

Landsliðsmaðurinn Miroslav Klose var hetja Bayern Munchen í dag þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Karlsruhe á útivelli. Þetta var fyrsti sigur Bayern í meira en mánuð en óvíst er hvort hann nær að aflétta pressuna sem er á Jurgen Klinsmann þjálfara.

Benitez: Við gerum okkur erfitt fyrir

Rafa Benitez stjóri Liverpool hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Wigan í úrvalsdeildinni í dag, en segir leikmenn sína gera sér of erfitt fyrir.

Bruce: Við vorum rændir

Steve Bruce, stjóri Wigan, segir sína menn hafa verið rænda í leiknum gegn Liverpool á Anfield í dag. Tvisvar komst Wigan yfir í leiknum, en varð að lokum að sætta sig við 3-2 tap.

Ragnar skoraði sigurmark Gautaborgar

Ragnar Sigurðsson var hetja Gautaborgar í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á toppliði Kalmar. Kalmar er þó enn á toppi deildarinnar með 54 stig, Elfsborg hefur 51 stig og Gautaborg 47.

United skoraði fjögur í síðari hálfleik

Rétt eins og Liverpool og Arsenal fyrr í dag, var Manchester United lengi að finna taktinn þegar liðið tók á móti West Brom á heimavelli sínum Old Trafford.

Ívar skoraði sjálfsmark

Ívar Ingimarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í dag þegar lið hans Reading tapaði 2-1 fyrir Preston á útivelli í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Ívar var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn sem varamaður í lokin.

Wenger: Við spiluðum mjög vel

Arsene Wenger stjóri Arsenal sagðist í dag vera stoltur af því hvernig hans menn hefðu náð að snúa leiknum gegn Everton sér í hag í síðari hálfleik.

Southgate: Chelsea slátraði okkur

Gareth Southgate sagðist ekki geta komið liði sínu til varnar eftir að það var gjörsigrað af Chelsea á heimavelli sínum 5-0 í dag.

Liverpool og Arsenal voru lengi í gang

Liverpool og Arsenal unnu bæði sigra í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa verið undir í hálfleik á heimavelli. Liverpool lagði Wigan 3-2 og Arsenal vann Everton 3-1.

Lampard: Besti leikur okkar til þessa

Frank Lampard var að vonum ánægður eftir að hafa skorað eitt af fimm mörkum Chelsea í 5-0 sigri liðsins á Middlesbrough í dag.

Chelsea valtaði yfir Boro

Chelsea er enn taplaust í ensku úrvalsdeildinni eftir 5-0 stórsigur á Middlesbrough á útivelli í fyrsta leik dagsins.

Benitez neitar að tala um Heskey

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, sagðist vera hissa á því að framherjinn Emile Heskey hjá Wigan hefði verið orðaður við sitt gamla félag fyrir helgina.

KR með tilboð frá GAIS í Guðjón

Sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS hefur gert KR tilboð í sóknarmanninn Guðjón Baldvinsson sem varð bikarmeistari með félaginu í upphafi mánaðarins.

Freyr tekur einn við þjálfun Vals

Freyr Alexandersson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val og mun hann þjálfa meistaraflokk kvenna hjá félaginu.

Benitez ætlar að krefja Spánverja svara

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar að krefja spænska knattspyrnusambandið svara vegna meiðslanna sem Fernando Torres varð fyrir í landsleik Spánar og Belgíu.

ÍH í slæmum málum vegna hegðunar þjálfarans

Allt útlit er fyrir að ÍH missi sæti sitt í 2. deild karla eftir að liðinu var dæmdur 3-0 ósigur gegn Tindastóli í dag. Umræddur leikur var í lokaumferð deildarinnar og vann ÍH leikinn, 1-0.

Lið ársins tilkynnt

KSÍ hefur birt niðurstöðu kjörs um lið ársins í Landsbankadeildum karla og kvenna, degi fyrir lokahóf KSÍ.

Fyrstu þúsund fá öl

Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur nú hrundið af stað átaki til að lokka fleiri áhorfendur á Reebok völlinn.

Rooney á enn mikið inni

Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United hefur skorað grimmt upp á síðkastið með United og enska landsliðinu.

Petrov meiddist á hné

Búlgarski vængmaðurinn Martin Petrov verður ekki með liði sínu Manchester City á næstunni eftir að hafa meiðst á hné í leik Búlgara og Georgíumanna á miðvikudaginn.

Reid úr leik í vetur hjá Blackburn

Írski landsliðsmaðurinn Steven Reid hjá Blackburn getur ekki spilað meira með liði sínu á leiktíðinni. Reid þarf að fara í hnéaðgerð og verður sex til sjö mánuði að ná sér eftir hana.

Drogba loksins ánægður hjá Chelsea

Framherjinn Didier Drogba hefur nú lýst því yfir að hann sé ánægður í herbúðum Chesea í fyrsta sinn og ætli því ekki að fara frá félaginu.

Heskey orðaður við Liverpool

Svo gæti farið að framherjinn Emile Heskey hjá Wigan sneri aftur í herbúðir Liverpool í janúar eða næsta sumar.

Sjá næstu 50 fréttir