Enski boltinn

Lampard: Besti leikur okkar til þessa

NordicPhotos/GettyImages

Frank Lampard var að vonum ánægður eftir að hafa skorað eitt af fimm mörkum Chelsea í 5-0 sigri liðsins á Middlesbrough í dag.

"Þetta var besti leikur okkar síðan Scolari tók við. Sendingar okkar og hreyfing án bolta var frábær og liðið er með mikið sjálfstraust núna. Sumir hafa eflaust reiknað með því að menn yrðu hálfslappir eftir landsleikjahlé en við spiluðum mjög vel. Ef við höldum þessu áfram eigum við góða möguleika á að vinna titilinn," sagði Lampard.

Scolari knattspyrnustjóri var líka ánægður með sína menn. "Strákarnir spila sem lið og léku allir vel í dag. Ég á stóran hóp, því ég missti fimm eða sex leikmenn úr hópnum en þetta sýnir okkur að ég hef úr 23 eða 24 leikmönnum að ráða sem ég treysti vel. Það er of snemmt að tala um að vinna meistaratitilinn, en leikmennirnir leggja hart að sér og vita hvað þeir vilja," sagði Scolari í samtali við Sky.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×