Enski boltinn

Ívar skoraði sjálfsmark

NordicPhotos/GettyImages

Ívar Ingimarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í dag þegar lið hans Reading tapaði 2-1 fyrir Preston á útivelli í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Ívar var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn sem varamaður í lokin.

Lærisveinar Mick McCarthy í Wolves eru á toppnum eftir 2-1 sigur á Aroni Gunnarssyni og félögum í Coventry á heimavelli, en Birmingham er í öðru sæti eftir 1-1 jafntefli við Burnley á útivelli þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var á sínum stað í liði Burnley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×