Enski boltinn

Fyrstu þúsund fá öl

Gary Megson er ánægður með söngsvæðið á Reebok
Gary Megson er ánægður með söngsvæðið á Reebok NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur nú hrundið af stað átaki til að lokka fleiri áhorfendur á Reebok völlinn.

Fyrstu 1,000 áhorfendurnir sem mæta á leik liðsins gegn Blackburn á morgun fá þannig ölglas í boði hússins.

Meðaláhorfendafjöldi á leiki Bolton er um 22,000 en völlurinn tekur tæplega 29,000 manns.

Þá hefur verið komið upp sérstöku söngsvæði í norðurstúku vallarins og Gary Megson knattspyrnustjóri er mjög ánægður með það framtak.

"Söngsvæðið skapaði frábæra stemmingu fyrir Arsenal leikinn. Það er gaman að hafa sérstakt svæði þar sem fólkið getur sleppt af sér beislinu," var haft eftir Megson í The Sun í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×