Enski boltinn

Tottenham hefur ekki skorað í 273 mínútur

Tímabilið hefur verið eintóm vonbrigði hjá Tottenham
Tímabilið hefur verið eintóm vonbrigði hjá Tottenham AFP

Það verður sannkallaður botnslagur í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar nýliðar Stoke City taka á móti botnliði Tottenham.

Tottenham hefur aðeins skorað fjögur mörk í sjö leikjum í deildinni til þessa og eitthvað af því hefur verið skrifað á sölu þeirra Dimitar Berbatov og Robbie Keane.

Liðið er nú á lengstu rispu án þess að skora í úrvalsdeildinni í tvö ár og hefur ekki skorað mark í 273 mínútur eða rúma fjóra og hálfa klukkustund.

Tottenham hefur skorað jafn mörg mörk í leikjunum sjö og Stoke hefur skorað í deildinni beint upp úr löngum innköstum Rory Delap. Þetta er helmingur af mörkum Stoke í deildinni til þessa.

Helsta vandamál Stoke í sóknarleiknum til þessa hefur verið sendingageta liðsins á vallarhelmingi andstæðinga sinna.

Samkvæmt Opta rata aðeins 44,6% sendinga Stoke á samherja á þeim þriðjungi vallarins sem er við mark andstæðinganna. Það er langlakasta tölfræði allra liða í úrvalsdeildinni hvað þetta varðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×