Enski boltinn

Rooney á enn mikið inni

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United hefur skorað grimmt upp á síðkastið með United og enska landsliðinu.

Bresku blöðin hafa gert mikið úr því að Rooney sé loksins farinn að skora á ný, en Ferguson segir að hann eigi enn eftir að verða betri - enda sé hann enn ekki orðinn 23 ára gamall.

"Leikmenn eiga það til að þroskast mikið í kring um 25 ára aldurinn og það má merkja á Wayne. Hann er að koma á meiri stöðugleika í sínum leik og skapa fleiri marktækifæri. Mörkin hans hafa oft komið í kippum en nú fara þau að koma með jafnara millibili og jafnvel þegar hann er ekki að spila sérstaklega vel," sagði Ferguson og benti á Gary Lineker sem dæmi.

"Lineker átti það til að spila leiki þar sem ekkert bar á honum en samt skorað tvö mörk. Sumir leikmenn sætta sig hinsvegar ekki við slíkt og þannig er Rooney. Hann vill spila vel í hverjum einasta leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×